Laugardagur 17.03.2012 - 18:29 - FB ummæli ()

Pólitísk grafskrift Geirs í Mogganum?

Var Morgunblaðið (les=Davíð Oddsson) að hæðast að Geir Haarde í dag?

Ég les nú Moggann ekki oft en rakst á hann áðan og fletti honum, og lokadagur Landsdómsréttarhaldanna tók að sjálfsögðu mikið pláss í blaðinu.

Og víst voru þar margir dálksentímetrar lagðir undir vörn Geirs.

En lokaniðurstaðan – fyrirsögnin sem náði yfir næstum heila opnu – hún var þannig að versta og meinhæðnasta persónulegum óvini Geirs hefði varla tekist betur upp.

Að vísu verður að viðurkennast að þessi fyrirsögn var jú kjarninn í vörn Geirs sjálfs, svo þannig séð var hún alveg eðlileg.

En samt – komin á blað með risastóru fyrirsagnaletri í Mogganum – þá leit þetta vissulega út eins og verið væri að hæðast að Geir á einstaklega yfirlætislegan hátt.

„BAR  ENGA  ÁBYRGÐ  OG  GAT  EKKERT  GERT“

 

– – – –

Viðbót, ögn síðar.

Rétt er og skylt að taka fram að tveir blaðamenn á Morgunblaðinu (ekki þó þeir sem skrifuðu fréttina um Geir Haarde) hafa haft samband og tekið mjög afdráttarlaust fram að ritstjórar skrifi ekki eða skipti sér af fyrirsögnum með fréttum, eins og ég var að fabúlera um.

Ég hlýt að sjálfsögðu að taka fullt mark á orðum þeirra, og bið hlutaðeigandi afsökunar.

Ég ætla samt ekki að breyta fyrirsögninni minni á þessum pistli, því hún getur reyndar átt prýðilega við – eftir sem áður.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!