Laugardagur 17.03.2012 - 22:10 - FB ummæli ()

Rökhugsun frá Ástralíu

Á Facebook rakst ég af tilviljun á síðu sem heitir Raunfélagið.

„Tilgangur Raunfélagsins“ – segir á síðunni – „er að miðla vísindalegri þekkingu og fletta ofan af hjáfræðum. Skal það vernda vísindalega þekkingarfræði og menntun fyrir gervivísindum, kukli og söluskrumi.“

Þetta er göfugt markmið.

Á síðunni er nú linkur á svipaða síðu útlenska, þar sem er að finna sex kennslumyndbönd fyrir börn í rökfræði.

Þau eru upprunnin frá Ástralíu.

Skoðið þau endilega hér.

Á síðunni má reyndar líka skoða stiklu um kvikmyndina Prómeþeif, sem tekin var að hluta á Íslandi!

En mikið væri gagnlegt ef einhver færi nú að kenna íslenskum börnum svolítið í rökhugsun.

Við höfum ekki verið mjög sterk í því.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!