Færslur fyrir ágúst, 2012

Laugardagur 25.08 2012 - 21:44

Ísrael

Ísraelar virka stundum undarleg þjóð. Undanfarin mörg ár hafa þeir kosið yfir sig stjórnvöld sem virðast haldin blindu ofstæki í garð Palestínumanna. En á sama tíma eru listamenn þjóðarinnar að vinna nærfærin og merkileg verk. Ísraelar eiga þó nokkra afar góða rithöfunda, og þeir hafa búið til mjög fínar bíómyndir síðustu ár, þar sem meðal […]

Laugardagur 25.08 2012 - 18:59

Tryggvi Þór

Í gær var Anders Behring Breivik dæmdur í Noregi fyrir sín viðurstyggilegu fjöldamorð. Þá skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Dýrið Anders Brevik fékk makleg málagjöld í dag. Vonandi fær hann aldrei að sjá dagsljósið aftur. En finnst engum athugavert að safna börnum og unglingum kerfisbundið saman á afskekktri eyju í þeim tilgangi […]

Miðvikudagur 22.08 2012 - 15:17

Skammist ykkar!

Hvaða óforskömmuðu siðleysingjar reka eiginlega þessi svokölluðu „smálánafyrirtæki“? Akkúrat þessa dagana er tvennt að gerast. Gagnrýni á smálánafyrirtækin og grimma markaðssetningu þeirra hefur aukist, enda eru vísbendingar um að kornungt fólk sem kann ekki ennþá með peninga að fara, eða er jafnvel djúpt sokkið í net fíkniefnaneyslu, séu meðal helstu viðskiptavinanna. Og svo eru skólarnir […]

Laugardagur 18.08 2012 - 17:39

Draugar Breiðavíkur kveðnir niður

Í mínu ungdæmi var orðið Breiðavík nánast eins og Grýla. Svonefndir „óknyttapiltar“ gátu endað í Breiðavík, sagði orðrómurinn meðal okkar barnanna. Og þar vildi enginn vera. Samt höfðum við ekki hugmynd um hvað vistin í Breiðavík var skelfileg í raun og veru, þegar verst lét. Það tók áratugi að grafa það upp úr þoku þöggunar […]

Sunnudagur 12.08 2012 - 09:22

Að velta um borðum víxlaranna eða flytja pönkbæn í dómkirkju

Ekki vilja allir láta mikið að sér kveða við að mótmæla meðferð rússneskra yfirvalda á pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Sumir segja sem svo að þótt stúlkurnar í hljómsveitinni verðskuldi kannski ekki margra ára fangelsi, þá verði ekki framhjá því litið að þær hafi svívirt einlæga guðstrú fjölda fólks með uppistandi sínu í dómkirkjunni í Moskvu. Og […]

Fimmtudagur 09.08 2012 - 14:10

Það má móðga

Ýmis uggvænleg teikn eru á lofti um að mannréttindi kunni að verða minna virt í Rússlandi en æskilegt má telja. Réttarhöldin gegn Pussy Riot eru dæmi um það. Við getum sem vinaþjóð Rússlands ekki látið hjá líða að benda Rússum á að það gengur ekki í lýðræðissamfélagi að fólk eigi yfir höfði sér margra ára […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 11:09

Viðhöfn

Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar merkilega grein í Fréttablaðið í morgun sem rétt er að vekja athygli á. Maður hristir eiginlega bara hausinn yfir því sem þar kemur fram. Sjá hér samantekt Eyjunnar. Hjörleifur fullyrðir beinlínis að menn hafi vísvitandi búið til blekkingaráætlun um rekstur Hörpu. Eðlilegt er og sjálfsagt að málið verði rannsakað af alvöru. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!