Laugardagur 02.03.2013 - 13:39 - FB ummæli ()

Hókus pókus pólitík

Kannski er það í rauninni ágætt að helmingaskiptaflokkarnir skuli mælast með dágóðan meirihluta í skoðanakönnunum á þessum tímapunkti fyrir kosningar.

Við þurfum þá ekkert að velkjast í vafa um hvaða ríkisstjórn þeir stefna að.

Og hinir flokkarnir geta þá að sama skapi þjappað sér saman til samstarfs með jarðbundin stefnumál og ábyrga pólitík.

Vonandi sem lengst frá hókus pókus pólitík helmingaskiptaflokkanna.

Hókus, segir Framsóknarflokkurinn og skuldir heimilanna hverfa.

Pókus, segir Sjálfstæðisflokkurinn og hrunið hverfur.

Vandræðaleg fortíð Valhallar gufar upp.

Vafningalausir lærisveinarnir finna að nýju hvítþveginn meistara sinn.

Og Framsóknarflokkurinn finnur aftur Ingólfsson.

Þetta er það sem hinir flokkarnir þurfa að stefna í sameiningu að því að koma í veg fyrir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!