Fimmtudagur 11.04.2013 - 07:56 - FB ummæli ()

Lög sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun EKKI setja

Sérstakur saksóknari segir í Fréttablaðinu í morgun að breyta verði sakamálalögum svo ömurlegar málþófsbrellur, eins og þeir telja sér nú sæma að beita, þeir Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verði ekki til þess að draga út í hið óendanlega réttarhöld í hrunmálum.

Sem þýðir auðvitað bara að þeir sem kunna að hafa brotið af sér sleppa.

Sérstakur saksóknari notar reyndar ekki orðalagið „ömurlegar málþófsbrellur“ – það eru mín orð.

Gott og vel.

En rétti upp hönd allir þeir sem trúa því að splunkuný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni drífa í því á sínum fyrstu dögum að setja slík lög.

Enginn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!