Fimmtudagur 11.04.2013 - 22:53 - FB ummæli ()

Merkilegt

Ég er ekki heitasti aðdáandi Bjarna Benediktssonar á Íslandi.

Það er líklega nokkuð langt frá því.

Mér hefur hins vegar stundum þótt hann standa sig furðu vel í erfiðu hlutverki.

Margir hefðu gefist upp.

Þess vegna er svolítið merkilegt að sjá að á síðustu metrunum fyrir kosningar skuli örendi hans hér um bil þrotið.

Og ekki vegna árása andstæðinga flokksins, heldur rýtinga innan að.

Bjarni gerði þau stóru mistök að láta það líðast þegar fyrrum formaður hló skýrslu fortíðarnefndarinnar út af borðinu.

Hann vildi reyna að friða þann góða mann.

Og nú á bersýnilega að fórna honum sjálfum.

Já, merkilegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!