Mánudagur 10.03.2014 - 12:21 - FB ummæli ()

Skyldu þau fagna í Tíbet?

Gunnar Bragi Sveinsson er ótrúlegur utanríkisráðherra.

Í dag segir Ríkisútvarpið frá nýjustu afrekum hans í flaðrinu upp úr Kínverja.

Sjá hérna.

Utanríkisráðherra, forsætisráðherra og forseti Íslands eru allir við þetta sama heygarðshorn – til að sporna gegn samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu, þá skal leitað hófanna hjá harðstjórum og mannréttindabrjótum.

Það er merkilegt að þessi frétt birtist í dag, 10. mars.

Á þessum degi árið 1959 kom til mikilla mótmæla í Tíbet gegn hernámi Kínverja.

Kínverjar brugðust við af gríðarlegri hörku og mörg þúsund manns létu lífið. Leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, varð af þessu tilefni að flýja land.

Á þessum degi árið 2008 kom aftur til mótmæla – 200 manns létu lífið í það sinn.

Ekki skal ég efast um að nánari tengslum okkar við stjórnina í Kína verði í dag fagnað bæði í Skagafirði og Hádegismóum.

En skyldu þau fagna í Tíbet?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!