Þriðjudagur 11.03.2014 - 07:50 - FB ummæli ()

Davíð við stýrið, niðurlæging Bjarna

Davíð Oddsson var einu sinni röskur stjórnmálamaður.

Því miður nýtti hann ekki röskleika sinn til góðra verka þegar á leið.

Hann hleypti hér af stað græðgisvæðingu og einkavinavæðingu í bland við sum verstu elementin úr frjálshyggjunni, en þó ætíð undir formerkjum þess einokunarkapítalisma sem hér hefur svo lengi vel þrifist.

Að lokum hrökklaðist hann úr pólitík þegar (næstum) allir voru hættir að þola hann en þá var svo langt komið í galskapnum að hrunið var óumflýjanlegt.

Davíð hefði átt að hafa vit á að skammst sín úti í horni, en því miður er áhrifavald hans í ákveðnum kreðsum enn sterkt – hann ræður yfir sínum meðvirka hópi fram í rauðan dauðann.

Og er nú uppfullur af því að bjarga orðspori sínu úr rústunum og ná sér niðri á þeim sem hröktu hann úr pólitík og síðan Seðlabankanum.

Það er nú pólitík Davíðs Oddssonar.

Og í ljós kemur að þessi beiski maður virðist nú hafa náð tangarhaldi á báðum þeim ungu mönnum sem við héldum að stýrðu ríkisstjórn Íslands.

Davíð hittir Bjarna Benediktsson opinberlega á Hótel Holti, eins og hér má sjá.

Svo allir viti að Bjarni verður að mæta reglulega og skrifta fyrir Davíð og þiggja línuna.

Svo niðurlæging hins meinta formanns Sjálfstæðisflokksins sé sem allra mest.

„Þarna er Bjarni. Hann á að heita formaður Sjálfstæðisflokksins. En við vitum að hann þarf að mæta reglulega á Holtið til Davíðs sem segir honum hvað hann á að segja og gera. Aumingja Bjarni.“

En svo hittir Davíð sinn raunverulega skjólstæðing á laun.

Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Sjá hérna.

Sigmundur er í reynd maður Davíðs í ríkisstjórninni.

Enda dylst engum að Framsóknarflokkurinn er algjörlega ráðandi í ríkisstjórninni.

Hann ræður alveg ferðinni, Sjálfstæðisflokkurinn lufsast bara með og umhyggja Davíðs Oddssonar fyrir flokki sínum er ekki meiri en svo að hann hefur nú stórskaðað flokkinn með plotti sínu í ESB-málinu.

Bjarni Benediktsson stendur eftir sem lygari og svikari – en Sigmundur Davíð situr eftir með alla súkkulaðikökuna.

Og rjómann.

Jahérna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!