Þriðjudagur 18.03.2014 - 09:29 - FB ummæli ()

Hrollvekjandi

Vladimír Pútin Rússlandsforseti er nú að leggja undir með hótunum og hervaldi hluta af sjálfstæðu nágrannaríki.

Það er kjarni þess sem er að gerast á Krímskaga.

Það skiptir engu hversu stór hluti íbúa á Krímskaga kann að vera af rússnesku bergi brotinn eða vilja sameiningu við Rússland – slíkt má aldrei gerast með ógnunum og hernámi. Aldrei!

Þá erum við komin aftur á fjórða áratuginn þegar Adolf Hitler gleypti í sig hvert nágrannaríki Þýskalands af öðru. Í þessu tilfelli er samlíking milli Hitlers og Pútins sú eina sem dugar, því miður.

Og það er beinlínis hrollvekjandi hve margir hér á Vesturlöndum eru tilbúnir til þess leynt eða ljóst, vitandi eða óafvitandi, að bera blak af Pútin með því að fabúlera um hvað ástandið sé „flókið“, að Úkraínumenn séu nú svona og svona og (drottinn minn!) Evrópusambandið sé nú ekki alfullkomið!

Málið er ekki flókið: Rússland er að leggja undir sig með hótunum og hervaldi hluta af sjálfstæðu nágrannaríki. Punktur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!