Fimmtudagur 18.06.2015 - 17:30 - FB ummæli ()

Hroki Brynjars Níelssonar

Það er ósköp eðlilegt að Brynjari Níelssyni skuli ekki þykja ástæða til að stjórnin fari frá (sjá hér) – þótt formaður hans Bjarni Benediktsson hafi að vísu krafist þess að Jóhanna Sigurðardóttir „skilaði lyklunum“ þegar stjórn hennar naut þó ef eitthvað var meira fylgis en stjórn Sigmundar og Bjarna gerir nú.

En af hverju Brynjar telur rétt að sýna þann hroka að kalla mótmæli og andstöðu, sem runnin er frá dýpstu sannfæringu fólks, „garg nokkurra stjórnarandstæðinga“, það á ég erfiðara með að skilja.

Enginn ráðamaður úr stjórn Jóhönnu talaði svona um mótmælendur, tel ég mig geta fullyrt, og enginn úr stjórn Geirs Haarde heldur, svo ég muni.

En ein af ástæðum þess hvað núverandi ríkisstjórnarflokkar eru orðnir óvinsælir er einmitt sá taumlausi hroki sem menn eins og Brynjar sýna, og algjört virðingarleysi við þá sem eru annarrar skoðunar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!