Laugardagur 27.06.2015 - 09:17 - FB ummæli ()

Út að borða með Katrínu Jakobsdóttur

Það er engum blöðum um það að fletta að Katrín Jakobsdóttir nýtur mikils persónufylgis.

Það sannast nú síðast í könnun Fréttablaðsins sem spurði fólk með hvaða íslenskum stjórnmálaleiðtoga það myndi helst kjósa að fara út að borða.

Að vísu gat þriðjungur ekki hugsað sér að fara út með neinum leiðtoganna, en af þeim sem tóku afstöðu kaus fjórðungur Katrínu sem borðdömu.

Auðvitað er þetta ekki mjög djúpspekileg pólitík, en segir þó þessa sögu: Að Katrín nýtur verulegra vinsælda.

En á sama tíma er ekkert að frétta úr flokki hennar.

Hvernig flokkur eru Vinstri grænir núna?

Og það er raunar ekkert að frétta af vinstri vængnum yfirleitt.

Hvert er prógram vinstri vængsins í samfélaginu núna?

Eee … tja … eigi veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að af er fylgið.

Og auðvitað ber Katrín sína á ábyrgð á því, sem leiðtogi eins vinstri flokkanna.

Og ábyrgð hennar eykst reyndar, af því persónulegar vinsældir hennar eru svo augljósar.

Það verður merkilegt að sjá hvort og hvernig hún ætlar að takast á við þá ábyrgð.

Og til hvers hún ætlar að nota þessar vinsældir sínar.

 

– – – –

Athugasemd.

Mér til nokkurrar undrunar kom fram athugasemd að það væri vottur um karlrembu að nota það orðalag að Katrín „yrði að fara að ákveða“ hvernig hún notaði hinar miklu vinsældir sínar.

Með því væri ég að taka þátt í karlakór sem vildi sífellt skipa Katrínu fyrir.

Þetta kom mér á óvart, því allur pistillinn er auðvitað skrifaður af fyllstu virðingu fyrir Katrínu og ég held í sannleika sagt að ég myndi ekki taka á nokkurn hátt öðruvísi til orða um karlmann. En ég breytti nú samt orðalagi örlítið. Better safe than sorry.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!