Að ýmsu leyti virðist þessi ríkisstjórn einkennilega duglaus. En einhver þar innandyra er þó að vinna sína vinnu, og það með óvæntum árangri. Ríkisstjórnin byrjaði á því að losa sægreifana við milljarða veiðigjöld, ekki af því þeir þyrftu á því að halda, heldur bara af því að ríkisstjórnin vill vera góð við sægreifa. Svo lagði […]
Hér er skemmtileg ljósmynd: Ég tel að myndin sýni íslenska ráðamenn reyna að klóra sig fram úr því hvernig við eigum að losna úr gjaldeyrishöftunum. Í herberginu er risastór fíll sem alltof margir vita af en þykjast ekki sjá. Fíllinn er sú staðreynd að við munum ekki losna úr þessum gjaldeyrishöftum eða skuldakreppunni nema taka upp […]
Undanfarin sex sjö ár höfum við sonur minn ungur mætt á svo til hvern einasta heimaleik íslenska landsliðsins í fótbolta. Við höfum setið þarna á öllum tímum árs, horft á vondan fótbolta og upp á síðkastið bara glettilega góðan fótbolta, og allt saman í von um að einhvern tíma kæmi að því að þetta skipti […]
Nú þurfa dómarar landsins að setjast niður og hugsa sinn gang. Og þeir þurfa síðan að skýra málið fyrir þjóðinni. Maður nokkur nauðgaði barnungri stúlku á einstaklega grófan hátt. Brotavilji hans var einbeittur og ógeðslegur. Sjá hér. Nú er ég yfirleitt ekki mjög refsiglaður maður, og langir fangelsisdómarar skila örugglega sjaldan betri mönnum út í […]
Sjálfstæðismenn vinna nú af kappi að því að svæfa endanlega samþykkt Alþingis frá síðasta kjörtímabili um skipan rannsóknarnefndar til að skoða einkavæðingu bankanna fyrir rúmum tíu árum. Ástæðan er auðvitað sú að komist sú rannsóknarnefnd á legg og vinni verk sitt vel, þá er ansi mikil hætta á að gusurnar muni ganga yfir orðstír margra […]
Ótrúlegar eru þær tölur sem birtast í Fréttablaðinu í dag að 62.000 manns hafi lent á atvinnuleysisskrá einhvern tíma á tímabilinu frá hrunárinu 2008 og til dagsins í dag. Það er einn þriðji af öllu vinnandi fólki á landinu. Það má vafalítið lesa margt út úr þessum tölum, og það er rétt hjá Runólfi Ágústssyni […]
Það var óneitanlega merkilegt að sjá og heyra Brynjar Níelsson stökkva fram í gær, alveg heiðan í framan, og halda um það heita ræðu að niðurskurðurinn á Landspítalanum bara gengi ekki lengur. Það yrði að finna fé til að halda honum gangandi. Í orðum Brynjars lá að það yrði þá bara að skera frekar niður […]
Hei, nú eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komnir aftur til valda, haftakerfið er aftur komið á, við eigum aftur að fara að skreyta okkur þjóðlegu flírubrosi á 17. júní og nú ætlar utanríkisráðherra aftur að fara að skipa afdankaða pólitíkusa í vel launuð sendiherraembætti. Það næsta verður örugglega að það verður aftur hægt að fara að fá […]
Svona er Ísland í augum Breta, samkvæmt vefsíðu einni: Ísland er Las Vegas. Hér er Evrópa aftur á móti í augum Búlgara, Ísland er „Hei Björk!“ Hér er svo linkur á fleiri svona skemmtileg kort, þar meðal annars má sjá Evrópu (og Ísland!) í augum Frakka, Svisslendinga, Vatíkansins og margra fleiri þjóða. Þar kemur meðal […]
„Legugjaldið“ sem ríkisstjórnin ætlar að taka af sjúklingum á spítölum er ömurleg hneisa. Upphæðin sem þarna á að ná inn nemur samtals einhverjum örlitlum hluta af arðinum sem sægreifarnir raka saman af sameiginlegri auðlinda þjóðarinnar, ekki síst eftir að ríkisstjórnin hefur lækkað auðlindagjaldið á þá. Þeir myndu ekki einu sinni taka eftir því, skyldi maður […]