Hér er mynd af því þegar formenn (og í einu tilfelli sérstakur talsmaður) stjórnmálaflokkanna ræða eitt mikilvægasta mál samtímans, aðildina að Evrópusambandinu. Lengst til hægri er reyndar fundarstjóri. En hvað vantar á myndina? Það skal tekið fram, ef einhver skyldi halda að þetta væri gömul mynd af Þjóðminjasafninu, að myndin var tekin í dag, […]
Við þekkjum þetta svosem úr ótal amerískum bíómyndum. Glæpur hefur verið framinn í smábæ eða þorpi og löggan á staðnum er að glíma við málið. Þá birtast heldur betur töffaralegir FBI-menn og taka yfir rannsóknina, oft í óþökk heimamanna. Kannski FBI-menn sjálfir séu búnir að horfa á of mikið af bíómyndum af þessu tagi. Að […]
Það er rétt, nauðsynlegt og sjálfsagt að mæla fyrir aukinni samvinnu, sátt og friði í íslenskum stjórnmálum. Vonandi tekst að koma því á. Þjóðin örþreytt eftir hrun, skuldaklafa, brimskafla, öldurót, málþóf og lamandi rifrildi þarf á því að halda. En þó er því miður líka nauðsynlegt að hafa eitt í huga. Að þau öfl eru […]
Græðgi útrásarvíkinga og bankabésa fyrir hrun var mikil, en líklega héldu þeir í fúlustu alvöru að alltaf yrði skítnóg til af peningum. Græðgi þessara skötuhjúa í hrundum rústum samfélagsins sem ól þau og menntaði og fóstraði er af öðru tagi – og enn ógeðfelldara. Við skulum reisa Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríkssyni einhvers staðar styttu […]
Það hefur tekið áratugi að koma kynferðisbrotamálum út úr skuggasundunum þar sem glæpamennirnir og níðingarnir vilja halda þeim. Nú hefur stíflan loksins brostið og fólk er í stórum stíl tilbúið að stíga fram og segja sína sögu og benda á hina seku. Þetta er mjög, mjög gleðileg þróun og löngu tímabær. Ég vona að bæði […]
Veftímaritið Lemúrinn hefur á síðustu mánuðum fundið mikið af gömlum ljósmyndum af Íslandi frá gömlum tímum. Nú birtir Lemúrinn frábærar myndir af síðu Landmælinga Íslands sem teknar voru af dönskum landmælingamönnum á fyrsta áratug 20. aldar. Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu, sjáið hérna. Lemúrinn birtir aðeins hluta myndanna, en birtir […]
Þjóðsögur eru eðli málsins samkvæmt yfirleitt sprottnar upp á fyrri tíð og sjaldnast vitum við hvenær þær urðu til eða hverjir hleyptu þeim fyrst af stokkunum. Það er hins vegar skemmtilegt að fá að verða vitni að sköpun nýrrar þjóðsögu. Nú er nefnilega að verða til þjóðsagan um „hið veika íslenska flokkakerfi“. Það hversu veikt […]
Hörður Torfason stóð fyrir útifundi á Austurvelli áðan þar sem Alþingi var hvatt til að afgreiða nýju stjórnarskrána. Þrátt fyrir að ekki viðraði vel til útifunda var þarna góður hópur af fólki samankominn. Ég flutti eftirfarandi pistil: Gott fólk. Hér erum við aftur samankomin, líkt og veturinn fyrir fjórum árum þegar stjórnvöld í landinu ætluðu […]
Margt er athugavert í samfélagi okkar, það er mála sannast. En við erum þó yfirleitt ekki í lífshættu og við höfum nóg að bíta og brenna. Ólíkt hinum stríðshrjáðu Sýrlendingum, en þótt minna hafi farið fyrir hörmungum þeirra í fréttum hér síðustu vikur en var um skeið, þá hefur ástandið í landi þeirra alls ekki […]
Makbeð er líklega einhver stysti og skýrasti harmleikur Shakespeares. Þar er ekkert illskiljanlegt á ferðinni – bara hrein dramatík og orðkynngi. Og fólk í heljargreipum metnaðar. Þjóðleikhúsið er að sýna Makbeð núna, og það er ástæða til að hvetja fólk til að skella sér. Leikritið verður nefnilega aðeins sýnt út janúar, vegna annarra verkefna í […]