Bjarni Benediktsson er kominn út í horn vegna skattaskjólsmálsins og sér nú sóma sinn í ráðast á skattrannsóknarstjóra. Það er kominn tími til að tala hreint út um þetta. Bjarni hefur haft öll tækifæri til að kaupa hin margumtöluðu gögn um skattsvikarana, en hefur ekki gripið þau. Það er engin goðgá lengur að fullyrða að […]
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem margt og merkilegt hefur skrifað um tengsl Íslendinga við nasisma og Gyðingaofsóknir, birtir þessa mynd á Facebook-síðu sinni. Þarna er Gunnar Gunnarsson rithöfundur að flytja ræðu á þingi sem augljóslega er skipulagt af þýskum nasistum. Ræðan var flutt í Köningsberg laust fyrir síðari heimsstyrjöldina, segir Vilhjálmur Örn. Köningsberg var þá hluti […]
Þegar ég var strákur var Friðrik Ólafsson þjóðhetja. Já, ég held það sé óhætt að kalla hann það. Löngum stundum var hann kannski sá maður á Íslandi sem fyllti okkur mestu þjóðarstolti. Já, ég held það sé líka óhætt að taka þannig til orða. Það var ekkert ofmælt hjá Bent Larsen að þegar Friðrik tefldi fylgdist […]
Ég efast ekki eitt augnablik um að sínum nánustu sé Hanna Birna Kristjánsdóttir hin vænsta manneskja. En þó ekki aðstoðarmönnum sínum. Þeim atti hún út í ótrúlegt lygafen, og mun skömm hennar lengi uppi vegna þess. Ég efast heldur ekki um að hún hafi ætlað sér að vinna hin gagnlegustu störf í pólitík. En dómgreindarbresturinn […]
Með því að skipa Gústaf Níelsson í mannréttindaráð Reykjavíkur er Framsóknarflokkurinn að hæðast að minnihlutahópum og gefa skít í áhyggjur fólks af vaxandi uppgangi öfgafólks í samfélaginu. Hins vegar er sagt við rasista og hatursmenn samkynhneigðra: „Komið til okkar og við skulum gefa ykkur skjól.“ Þetta er kannski ekki stórmál í sjálfu sér, en þetta […]
Það er auðvitað fullkomlega sjúkt að við skulum hafa látið líðast að örfáir tugir manna séu ríkari en allur hinn fátækari helmingur mannkyns. Þetta er sjúkt, óeðlilegt, ósiðlegt, óskynsamlegt og mun enda með ósköpum. Réttlætiskennd býr þrátt fyrir allt í brjósti manna, og svona ástand er ekki réttlátt. Þess vegna verður tekið í taumana fyrr […]
Sumt er fyndið í bók Styrmis Gunnarssonar, Í köldu stríði. Á einum stað segir frá því að eftir för Styrmis til Bandaríkjanna 1967 hafi honum orðið ónotalega við þegar hann uppgötvaði hve andstaðan við Víetnamstríðið var víðtæk meðal almennings þar í landi. Hann fór heim og skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann greindi frá […]
Ég þoli ekki orðalagið „að skíta upp á bak“. Mér finnst það groddalegt, illa þefjandi, óþarflega myndrænt og yfirleitt of lítillækkandi fyrir þá sem það er notað um – hvað svo sem þeir kunna að hafa gert af sér. Ég held því að ég hafi aldrei notað það. En um ummæli Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns er […]
Alveg burtséð frá allri pólitík, sem við getum haft misjafnar skoðanir á, burtséð frá hinni makráðu hægristefnu Framsóknarflokksins nú um stundir, burtséð meira að segja frá daðrinu við útlendingafjandskapinn, já, burtséð frá þessu öllu, þá er eitt nú orðið sorglega augljóst: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veldur ekki starfi forsætisráðherra. Hann er stöðugt í tómu klúðri og […]
Sigmundi Davíð bar auðvitað engin skylda til að fara til Parísar. Ég hefði að vísu haldið að hann hefði viljað fara. Stundin á République-torgi var skipulögð af fólki til að láta í ljós stuðning við grunngildi samfélags – frelsi, jafnrétti, bræðralag. Flestir þjóðarleiðtogar Evrópu og margir utan álfunnar skildu hvað klukkan sló og mættu til […]