Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 23.10 2014 - 14:22

Heilaspuni

Það er klassískt bragð fasistastjórna um allan heim og á öllum tímum að magna upp ótta almennings við meira eða minna ímyndaðan óvin, sem engum sé treystandi til að fást við nema hinum hermannlegu fasistum með stjórnartaumana. En þjóðin verði þá að sameinast um að fylgja sinni fasistastjórn fram í rauðan dauðann. Ríkisstjórn Íslands er […]

Þriðjudagur 21.10 2014 - 20:06

Hverjum skal treysta?

Í dag hringdi til mín maður og sagði mér sögu. Sanna sögu. Hann hafði verið að keyra yfir heiði að vetrarlagi – nýlega. Og keyrði framhjá tveimur stúlkum sem höfðu lent í vandræðum, misst bílinn sinn út af veginum. Þær voru ómeiddar en nokkuð kaldar og hraktar. Lögreglubíll kom aðvífandi. Lögreglumennirnir voru úr almennu löggunni […]

Þriðjudagur 21.10 2014 - 16:50

Þetta er ekki lengur fyndið

Vitiði, nú er þetta hætt að vera fyndið. Reyndar tek ég bara svona til orða – þetta hefur aldrei verið fyndið. Stjórnsýsla þessarar ríkisstjórnar er, sýnist mér, sú versta hjá nokkurri ríkisstjórn á seinni tímum. Örfá nýleg dæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra ákveður að flytja Fiskistofu út á land í algjörum flumbrugangi. Og tuddast áfram […]

Mánudagur 13.10 2014 - 01:40

Af hverju varð stjórn Geirs Haarde að fara frá

Viðtalið við Geir Haarde sem sýnt var á Stöð 2 í dag er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Að sjálfsögðu hlýtur Geir að horfa á hlutina frá sínum eigin sjónarhóli, það er ekki hægt að fara fram á annað. Ég verð samt að segja að ég hristi bara hausinn þegar hann lýsti búsáhaldabyltingunni og þeim […]

Föstudagur 03.10 2014 - 17:18

Hefndarför úr innanríkisráðuneytinu

Tveimur blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, má öllum öðrum fremur þakka að lekamálið í innanríkisráðuneytinu komst í þvílíkt hámæli sem orðið er. Ef þeir hefðu ekki sýnt þá þrautseigju sem þeir hafa gert, þá myndum við ekki vita um þau glöp sem framin voru þegar röngum upplýsingum um prívatmálefni var dreift úr […]

Þriðjudagur 30.09 2014 - 16:44

Var fleirum raðað á ríkisjötuna?

Bæði DV og Fréttablaðið lentu í ólgusjó fyrir skömmu þegar eigendavald og ritstjórnarhagsmunir virtust vegast á, en upp á slíkt er aldrei skemmtilegt að horfa. Auðvitað er ekki komin löng reynsla á nýja yfirmenn á ritstjórnum blaðanna, og best að bíða með að fella einhverja endanlega dóma þar um. En efni í báðum blöðunum í […]

Miðvikudagur 24.09 2014 - 15:02

Alltaf eitthvað á ská

Ég hef verið alltof latur við að sækja hinar ágætu RIFF hátíðir undanfarin ár. Núna skal verða breyting á, enda eru á hátíðinni margar fínar myndir – en þar af tvær sem ég hef beðið lengi eftir að sjá. Annars vegar er það sænska myndin eftir Roy Andersson sem heitir því skemmtilega nafni Dúfa sem […]

Þriðjudagur 23.09 2014 - 10:54

Ríkisstjórn ríka fólksins, 2. hluti

Klaufaskapur, flumbrugangur, yfirlæti og óheiðarleiki einkenna þessa ríkisstjórn. Þær eru orðnar ótrúlega margar, uppákomurnar sem ráðherrar og helstu stuðningsmenn stjórnarinnar hafa ýmist staðið fyrir eða „lent í“. Stundum dynja á manni þvílíkar furður að maður gleymir jafnvel aðalatriðinu í sambandi við þessa ríkisstjórn. Það er kannski farið að snjóa svolítið yfir fyrstu verk hennar. Þegar […]

Fimmtudagur 11.09 2014 - 09:04

Mjög vond ríkisstjórn

Þetta er mjög vond ríkisstjórn. Hún er illa mönnuð, upp til hópa, plöguð af alls konar klaufaskap, lygum, svikum og barbabrellum og þvættingi. Hún léttir álögum af þeim ríku, skellir þeim á þá sem minna mega sín, og hirðir ekki um heilbrigðiskerfið. Þetta er, já, mjög vond ríkisstjórn.

Miðvikudagur 10.09 2014 - 10:31

Ríkisstjórn ríka fólksins

Ég er ekki búinn að lesa fjármálafrumvarpið, enda varla læs á svona margar tölur. Eftir að hafa heyrt og lesið ýmislegt um þetta frumvarp, þá sýnist mér þó að eitt liggi í augum uppi. Að það sé enn eitt dæmið um að núverandi ríkisstjórn hugsar aðeins og eingöngu um hag hinna vel stæðu í samfélaginu. Þann […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!