Ég minnist Ingólfs Margeirssonar með hlýju. Hann var þarna úti þegar ég hóf stopulan blaðamennskuferil fyrir 30 árum. Hann var einn af þeim sem við bárum mikla virðingu fyrir. Viðtöl hans í Helgarpóstinum og teikningarnar sem fylgdu sitja enn í minninu. Ég kynntist Ingó lítið persónulega þá. Hann var aðeins utan og ofan við, fannst […]
Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum. Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu. Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða. Með fullri aðild opnast […]
Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðum í kvöld. Jóhanna steig upp og flutti frábæra ræðu, raðaði þriggja stiga körfum. Steingrímur var einnig upp á sitt besta og tók mörg fráköst. Atli, Ásmundur og Lilja sigldu sinn sjó og fylla fámennan en minnistæðan flokk vinstri manna sem hafa brugðist vinstri stjórnum. Annars liggur miðjan í íslenskri pólítík […]
Datt inn á Alþingisrásina þar sem þeir létu ljós sitt skína húmoristarnir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson. Þeir voru að týna til rök gegn ,,einn maður eitt atkvæði“ sem er víst eitthvað franskt kjaftæði frá árinu 1789. Samkvæmt þeim félögum þá verða að vera fleirri þingmenn af landsbyggðinni af því að allt er í Reykjavík nema […]
Persónulega finnst mér að ríkisstjórnin eigi að sitja sem fastast og menn eigi að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni meiri virðingu. þau hafa barist áfram af þrautseigju og samviskusemi í ferð sem þau verða að fá að ganga til enda, niður í dalinn og aftur upp. Við kusum þau til þess að leiða […]
Jáið mitt verður stórt. Almennt vil ég semja ef kostur er. Þetta er góður kostur. Við þurfum alltaf og höfum alltaf þurft að borga skuldir óreiðumanna úr okkar hópi. Núna fóru menn úr okkar hópi ránshendi um sparifé almennings erlendis studdir af fólkinu sem við kusum og undir okkar eigin húrrahrópum. Við höfum fyrir löngu […]
Að mínum dómi vanmeta Íslendingar Evrópuákvæðið sem bannar að mismuna fólki eftir þjóðerni eða ríkisfangi. Mörgum finnst þetta eitthvað sem hægt er að rífast um og sleppa með. Mín reynsla er sú að ákvæði af þessu tagi hafi miklu meiri vikt á meginlandi Evrópu en í umræðunni hér. Þar taka menn slík ákvæði alvarlega. þau er að finna […]
Ég deili ekki áhyggjum Egils Ólafssonar þeim að börnin okkar verði leidd inn í breskar þrælabúðir samþykkjum við Icesave. Þvert á móti tel ég þeirra vegna rétt að samþykkja samninginn. Ég vil skila þeim inn í samfélag sem starfar í sátt og samlyndi við nágrannaþjóðir sínar og samfélag sem stendur við orð sín. Ég vil að þau […]
Var að hlýða á Þorbjörgu Arnórsdóttur lesa upp úr meistara Þórbergi á Þórbergssetrinu á Hala í Suðursveit. Merkilegir menn, bræður Þórbergur, Steinþór og Benedikt og sú kynslóð sem nú er á fótum nú hefur gert sitt með því að rækta þann arf sem þeir skildu eftir sig. Þórbergssetrið er merkt framtak, eilíf sýning um Þórberg […]
Nú er best að fara varlega. En sú spurning vaknar: Hvers vegna má ekki Priyönku Thapa Nepölsk stúlka búa hér? Af mannúðarástæðum eða bara án ástæðna? Af hverju er hún ekki boðin velkomin og fjöldamargir aðrir sem vilja vera hér en fá ekki? Er þetta fólk ekki nógu ríkt? Erum við of mörg? Ég lít […]