Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 07.07 2014 - 14:18

Eins og ,,álfar út úr hól“

Það er hnýtt í mig í aðsendri grein í Mogga á laugardaginn fyrir að telja að Íslendingar verði eins og álfar út úr hól þegar þeir komi til útlanda ef þjóðfélagið hér verði miklu einsleitnara en nágrannaríkin og gefið í skyn að ég sé sjálfur eins og álfur út úr hól. Sem er ábyggilega hárrétt […]

Laugardagur 05.07 2014 - 11:43

No to racism

Rifjast upp fyrir mér þegar ég sé leiki að barátta FIFA gegn rasisma er til fyrirmyndar. Fyrirliðar lesa yfirlýsingu og borði með áletruninni ,,No to racism“eru sjáanlegur fyrir leik og meðan á leik stendur og víða annarsstaðar. Þetta er sagði einn þulur er 30 ára gömul herferð. Má vera en hún fékk nýtt líf fyrir […]

Sunnudagur 22.06 2014 - 09:19

Vaxandi hatursorðræða!

Súperdagar Dawkins, Harris og hins íslenska Magnúsar eru liðnir í bili a.m.k. Segja mà að þeir hafi unnið rökræðuna en tapað umræðunni vegna þess að þó að trúarbrögð kunni að virðast fáránleg þá hefur fólk að því er ályktað verður, mikla, jafnvel meðfædda ( genetíska) þörf fyrir að trúa á æðri veru og fylgifiska hennar. […]

Þriðjudagur 10.06 2014 - 17:03

Eru trúarbrögð úrelt?

Ekki hvarflar að mér að bera blak af þeim sem hleyptu mosku umræðu af stað fyrir borgarstjórnarkosningarnar né af þeim sem biðu þar til atkvæði voru komin í hús með að tjá sig (og reyndu þá að leika fórnarlömb). Sagan dæmir slíkt.  En þessi pistill fjallar ekki um það heldur um gjána sem myndast hefur […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 17:41

Framsókn á endastöð!

Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar var á hraðri leið til framtíðar. Úreltur bændaflokkur sem hafði lent í klónum á spillingu tók sér stöðu fyrir framan aðra flokka. Var á leiðinni að verða framsækinn, alþjóðlega sinnaður, frjálslyndur flokkur líkt og venstre í Danmörku, á svipaðri leið og Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi vill vera á. Í slíkum flokki hefði […]

Þriðjudagur 27.05 2014 - 11:54

Uppgangur öfgaflokka takmarkaður en varhugaverður

Flokkar lengst til hægri, öfgaflokkar, flokkar sem eru á móti Evrópusambandinu fengu flest atkvæði í kosningunum til Evrópusamabandsþingsins. Einhvern veginn svona hljómaði rödd Boga Ágústssonar úr bakhluta sjónvarpsins þegar ég var að vaska upp í gær. Það er auðvelt að misskilja þetta. Það rétta er að öfgaflokkar yst til vinstri en þó aðallega hægri fengu […]

Mánudagur 26.05 2014 - 14:38

Um moskur og trúfrelsi

Svolítið um moskur og trúfrelsi. Það gleymist oft í umræðunni að við tilheyrum Evrópuráðinu og undirgöngumst þar með (síðan 1950) Mannréttindasáttmála Evrópu er kveður m.a á um trúfrelsi. ECRI sem er sá aðili innan Evrópuráðsins sem fjallar um kynþáttafordóma og þess háttar hefur t.a.m. rekið augun í þessa moskufælni Reykjavíkur sem nú er formlega komin […]

Mánudagur 21.04 2014 - 13:12

ECRI um Rússa og Úkraínu!

Fyrir mér er hættuleg þróun hafin í Úkraínu. Rússar muni tæpast láta staðar numið við Krímskaga heldur láta sig Rússneska hópa varða bæði í Moldóvíu og Georgíu auk auk Úkraínu.  Evrópuráðið ályktaði harkalega gegn Rússum skömmu eftir þessa ályktun ECRI. ECRI lætur sig hlutskipti minnihlutahópa mest varða svo sem sjá má. Strasbourg, 27.03.2014 – The European […]

Sunnudagur 16.03 2014 - 12:24

Veikleiki lags Pollapönks

Myndband  með Eurovision lagi Pollapönks veldur mér vonbrigðum. Veikleiki lagsins er að fordómar í því eru takmarkaðir við fordóma gagnvart fötluðu fólki  og auk þess of feitum og kyni fólks hefi ég tekið rétt eftir.  Ekkert er lagt út af fordómum gagnvart  minnihlutahópum sem eiga rætur sínar í uppruna fólks, höfðuvandamáli heimsins þegar fjallað er um […]

Mánudagur 10.03 2014 - 11:47

Kólumbíska konan og barnið..

Kólumbíska konan sem á ömmubörn hér á landi og sjö ára barnabarn hennar þurfa vonandi ekki að fara úr landi þrátt fyrir úrskurð Útlendingastofnunar þar um. Þær eiga eftir að skjóta máli sínu til Innanríksráðherra og síðan geta þær langmæðgur skotið máli sínu til óháðs dómstóls, eða á eftir að setja það í lög hér? […]

Höfundur