Thjóðkirkjan hefur til margra ára verið í samstarfi við önnur trúfélög yfirleitt undir regnhlífinni samstarf trúfélaga. Thetta samstarf hefur ekki farið mjög hátt upp á síðkastið enda flestur trúflokkar miklu íhaldsamari en Thjóðkirkjan og ganga á svig við löggjöf landsins i boðum sinni thar sem thau mismuna fólki eftir kynhneigð svo thað augljósasta sé nefnt. […]
Ég hef átt í því óláni að þurfa að liggja á Landsspítalanum lengur en góðu hófi gegnir á síðustu misserum, bæði sem alvarlega veikur einstaklingur og sem nokkuð hress ráðgáta. Þrátt fyrir að vera svolítið kunnugur innviðum vegna ættingja og atvinnu kom það mér á óvart hvað spítalinn er kominn langt framyfir síðasta söludag, ef […]
Viðtal Fox sjónvarpsstöðvarinnar við Iransk fædda Reza Aslan sem samdi bókina Zealot hefur sýnt mörgum fram á fordóma þessarar hægri stöðvar í garð múslima og vísinda en áhugi spyrils var fyrst og fremst hvað múslimi væri að rita um Jesú Krist. Nú hafa múslimar ritað um Jesú fyrr og kristnir menn um Múhammeð og ekkert […]
David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti. Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári. Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp […]
Múslimafobía gengur nú yfir Evrópu. Hennar gætir hér þar sem allskonar fólk fárast yfir þeim sjálfsagða hlut að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Halló! Í hverig landi vill fólk eiginlega búa.
Allt í lagi. Leggjum niður Landsdóm. Löngu úrelt fyrirbrigði. Breytum sjórnarskrá. Kominn tími til. Förum eftir því sem erlendar skammstafanir segja. Margt skynsamlegt og gott kemur frá Evrópuráðinu. En hlítum ýmsum öðrum ráðleggingum þaðan. Innan vébanda Evrópuráðsins eru m.a. nokkrar eftirlitsnefndir. Ein t.am. um kynþáttamál, önnur um ástand í fangelsum. Við mættum fara eftir athugasemdum […]
Það er mikið unnið að því að koma óorði á bloggara, þ.á.m. af bloggurum sjálfum. Málið er að það er í góðu lagi með mikinn meirihluta þeirra sem skrifa pistla þ.e. halda úti vefsíðum. Þeir sem eru netinu (nær)eingöngu til að kommentaera á aðra eru heldur varasamir, hluti þeirra. Þessi hluti fer í yfileitt í manninn. […]
Unirritaður furðar sig oft á því óþoli sem hér ríkir í garð hælisleitenda. Það hefur þó verið sýnt fram á það að Íslendingar taka ekki á móti eins mörgum hælisleitendum og aðrar þjóðir á norðurslóðum. Tilefni þesara skrifa er að í dag fer héðan hálffull flugvél af Króötum sem leituðu hér hælis. Formaður Útlendingastofnunar útlistaði málið nokkuð […]
Ég hef vitnað í ENAR skýrsluna áður hvað snýr að hæliseitendum og atvinnu þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir. Tilefnið er væntanleg ríkisstjórn en hún ætti að reynast öllum íbúum þessa lands vel. Án teljandi undantekninga hafa meginflokkar þessa lands haldið sig frá digurbarkalegum ummælum í garð útlendinga og ef satt er að þeir […]
Er nokkur furða þó við sé um (orðin) neyslusinnaðri en (hinar)Norðurlandaþjóðirnar. Ég horfði á Eurovision í gær á RUV og DR1. Okkar menn fylltu upp í öll göt í keppnini með auglýsingum (sem flestar gengu út á það hvað við erum frábær og hvað það er yndislegt að eyða peningum). Í öðrum löndum var dagskrá […]