Föstudagur 5.11.2010 - 10:12 - 2 ummæli

Deildarskiptara fjölmenningarsamfélag!

Mesta hættan við hægrisinnaða öfga rasistaflokka í Evrópu er að fulltrúar meginflokka fara að draga dám af málfari þeirra og það smitast líka inn í fjölmiðla.  Orð Angelu Merkel um að fjölmenningarsamfélagið hafi misheppnast eru dæmi um slíkt.  Hún er fyrst og fremst að höfða til þess hóps sem gæti hrokkið úr flokki hennar hægra megin.

Fávísir stökkva á þessi orð og vilja snúa til baka í gömlu hólfin. Það er ekki hægt. Fjölmenningarsamfélagið er þarna alveg eins og ég sem sit hér við skriftir.  20-30% íbúa flestra evrópuríkja eru af erlendu bergi brotnir í fyrsta eða annan lið eða tengjast slíkum fjölskylduböndum.  Það á jafnt við um tyrki í Þýslkalandi tai hérlendis, sómala í Noregi, búlgara í Ungverjalandi og áfram í það óendanlega.  Það sem gerst hefur er að ,,samlögunin“ hefur ekki gengið eins margir hugðu.  Fólk heldur fastar í uppruna sinn en margir gerðu ráð fyrir.  Þeir sem fyrir eru gera einnig óraunsæar kröfur um aðlögun. Fjölmenningarsamfélagið er því deildarskiptara en talið var að yrði. Það er samt sem áður staðreynd og er á flesta lund frábært fyrirbrigði og miklu skemmtilegra og verðmætara en að hafa alla í einhverjum ríkishólfum eftir litarhætti, trú og uppruna.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 4.11.2010 - 17:34 - 7 ummæli

Mannréttindaverðir nútímans!

Með lýðskrumstillögum sínum og neitun á samráði sá Sjálfstæðisflokkurinn til þess að pendúllinn sveiflast nú með ríkisstjórninni.  Það er verðskuldað.  Misheppnuð mótmæli í dag staðfesta þetta. Þessi ríkisstjórn er líka að standa sig.  Jóhanna má vera ákveðnari. Við þurfum hvort tveggja í senn. Meira lýðræði og ákveðna leiðtoga. Og mannréttindasinnar innan VG þurfa að átta sig á því að ESB og Evrópuráðið eru helstu mannréttindaverðir nútímans.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 4.11.2010 - 11:11 - 8 ummæli

Dökk framtíð, heldur betur.

Glöggur vinur minn sem er á leið til Noregs undrast það að ég skuli voga mér að vera hér áfram barnanna minna vegna. Hann fullyrðir að íslendingar eigi eftir að skrapa botninn í nokkrar kynslóðir. Landflóttin sé byrjaður. Menntafólk flýi skerið en ómenntaðir innflytjendur komi í staðinn.  Þeir sem hafa það skást munu alltaf setja hömlur á að jafnokar þeirra í einhvers konar sérfræði flytji inn.  Að auki eru launin svo lág að aðeins þeir sem ekki eiga neina aðra kosti koma hingað. Við erum þegar orðin láglaunaland, segir hann.  Fjöldinn lepur dauðann ú skel á meðan útvaldir hafa það gott.  Við eruð þegar farin að finna fyrir læknaskorti, hélt þessi vinur minn áfram.  Það er þegar skortur á krabbameinslæknum og öðrum sérhæfðum læknum. Þeir sem fara í hjartauppskurð eru sendir heim samdægurs.  Í farvatninu eru átök og illdeilur sem verða ávallt þegar samfélögum hnignar.

Ég var að hugsa þetta þegar ég ók suðurlandið í gær í fallegri frostbirtunni. Það er ábyggilega líka fallegt í Noregi hugsaði ég þegar ég fann að þjóðerniskenndin var að ná tökum á mér.  Ég finn samt að ég er ekki á förum strax þó að heimiliskennsla í norsku hafi verið efld.  Ég ætla að vera hér áfram og styðja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hleypur ekki eftir lýðskrumi þeirra sem settu hér allt á hausinn og ættu að skammast sín.  Og ég bind enn vonur við það að mannréttindafólkið í VG sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn ESB.  Við þurfum að vera fullgild í hópi Evrópuþjóða.  Afkomendur okkar munu ekki líða það að búa ekki við sömu leikreglur og tíðkast með öðrum.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 1.11.2010 - 21:05 - 4 ummæli

Ígrundaðar lausnir mínar á vandanum!

Ef ég væri við stjórnvölinn  myndi ég auka þorskkvótann um 35 þúsund tonn.  Ég myndi skapa 22 þúsund störf, auka hagvöxt, lækka skatta, lækka greiðslubyrði fasteignalána um helming, tryggja kvótakerfið í sessi, hefja framkvæmdir í Helguvík, koma af stað orkufrekum iðnaði á Bakka, endurskipuleggja skuldir fyrirtækja, hagræða í grunn- og framhaldskólum, hafa hallalus fjárlög, útrýma fátækrargildrum í lífeyris- og bótakerfum.  Svona myndi ég einfaldlega halda áfram þar til ég væri kominn upp í 41 atriði.  Þetta er ekki flókið. Það getur ekki verið að´fólk vilji ríkisstjórnina þegar ég býð þetta.  Nú er bara að koma sér á þing.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 31.10.2010 - 17:17 - 15 ummæli

Snilldarverk Gamla Testamentið!

Gamla Testamentið er frábært safn bóka -39 rit frá ýmsum tímabilum. Margt misjafnt að finna þar en hreinar perlur inn á milli. Sagan af Jósef og bræðrum hans í 1. Mósebók er þar framarlega í flokki.  Snilli um góðæri, kreppu, föðurást, öfund, fyrirgefningu og ábyrgð.  Prédikarinn er líka frábært spekirit, Rutarbók, mögnuð ástarsaga, orðskviðir Salómons uppfullir af viti og í öllum bókunum frábærir kaflar.  Gamla Testamentið er trúarbók Gyðinga og Kristnir tóku hana (í leyfisleysi?)inn í safn sitt.  Látum trúarlega gildið liggja á milli hluta en snilldarlegt bókmenntaverk er Gamla Testamentið.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 30.10.2010 - 11:57 - 4 ummæli

Á verði gegn misrétti!

Þórðar Ingvarsson vekur athygli á grein minni um ECRI sem birtist á Smugunni á síðasta ári. Þar sem hún hefur ekki birst á eyjunni og ég vísa svolítið í þetta fyrirbrigði endurbirti ég greinina hér áhugafólki um mannréttindi til sálubótar.

,,Um miðja síðustu öld, upp úr stríðslokum, verður til margt það sem hefur gagnast okkur vel. Á þessum tíma verða til Alþjóðasamtök og alþjóðlegir sáttmálar. Evrópuráðið er eitt af þessum samtökum og er 60 ára á þessu ári, stofnað 5. maí 1949. Íslendingar hafa verið með frá 7. mars 1950.

Tæpast er ofsagt að Evrópuráðið hafi undanfarna áratugi verið einn helsti útvörður mannréttinda í veröldinni.  Eitt af verkfærum Evrópuráðsins í Evrópu er The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) eða Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. ECRI er sjálfstæð eftirlitsstofnun (monitoring body) innan Evrópuráðsins sem sérstaklega er ætlað að berjast gegn kynþáttahatri/kynþáttafordómum í Evrópu og mismunun af þeim sökum.

ECRI var sett á laggirnar á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Vín í október 1993 og trúað fyrir því verkefni að berjast gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti, útlendingaótta, gyðingaandúð,  og skorti á umburðarlyndi í Evrópu frá sjónarmiði mannréttinda í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu, viðauka við hann og dóma Mannréttindadómstólsins.

Með stofnun ECRI var mörkuð sú stefna að baráttan gegn kynþáttafordómum stæði djúpum rótum í mannréttindabaráttu Evrópuráðsins.  Vernd gegn kynþáttamismunun væri grundvallarréttur.

ECRI fæst ekki aðeins við augljós form kynþáttahyggju svo sem aðskilnaðarstefnu eða nasisma.  ECRI fæst einng við það form af kynþáttafordómum, sem felur í sér mismunun í daglegu lífi.  Það getur falið í sér mismunun gagnvart hópum vegna kynþáttar, uppruna, trúarbragða, þjóðernis eða tungumáls eða samspils þessara þátta.

ECRI skoðar alla þessa þætti frá því sjónarhorni að vernda og efla mannréttindi. 

ECRI á að gefa  aðildarríkjum Evrópuráðsins raunhæf og hagnýt ráð um það hvernig eigi að fást við vandamál sem stafa af kynþáttafordómum og óumburðarlyndi.  Í þeim tilgangi rannsakar ECRI lagarammann í hverju landi að þessu leytinu til, hvernig lögum og reglum er framfylgt, hvort að stofnanir séu til staðar til að aðstoða fórnarlömb kynþáttafordóma, hvernig búið er að minnihlutahópum á sviði menntunar, atvinnu, húsnæðis. Og hlustar eftir tóninum í pólitískri og almennri um ræðu um málefni er snerta þessa hópa.

Tilhneigingar koma og fara. Misjafnt er eftir tímabilum hvað kallar á athygli og aðgerðir.  Eitt hefur þó ekki breyst í gegnum árin:  Kynþáttamismunun er fyrirbrigði sem ekki hefur horfið og ástæðan er m.a. sú, að dómi ECRI, að löggjöf í aðildarríkjunum þar sem tekið er á kynþáttamismunun, er ekki virkjuð nægilega vel og nýtist því ekki þeim nægilega, sem verða, með einum eða öðrum hætti, fyrir barðinu á kynþáttafordómum eða kynþáttamismunun.

Viðfangsefnið er að útrýma kynþáttahyggju og kynþáttamismunun í öllum ríkjum Evrópuráðsins.  Góð lög eru mikilvæg í þeim tilgangi. Þess vegna mælir ECRI með því að ríkin setji sér lög í þessum efnum sem líkleg séu til að virka.

Meginstarf ECRI felst í skýrslum um einstök ríki. Sú síðasta um Ísland var gefin út 2006 þar sem íslensk stjórnvöld fá margar nauðsynlegar ábendingar.  Næsta skýrsla er fyrirhuguð 2011.

Fyrir utan skýrslur um einstök lönd hefur ECRI gefið frá sér leibeiningar um hin ýmsu birtingarforn kynþáttafordóma.  Nú síðast leiðbeiningar sem gætu gagnast lögreglu í störfum sínum annars vegar og hins vegar um kynþáttafordóma í íþróttum og hvernig bregðast eigi við þeim. Þessar leiðbeiningar mætti að skaðlausu þýða yfir á íslensku.

Í mörgum ríkjum Evrópu eru til og endurskoðaðar reglulega aðgerðaráætlanir gegn kynþáttafordómum. Við ættum að taka það til fyrirmyndar.

Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð á undanförnum áratug.  Reynsla annarra þjóða sýnir að við verðum að vera vel á verði til þess að misrétti festist ekki í sessi.  Við eigum að fylgjast með því og gæta þess að gæði og réttindi skiptist ekki eftir því hvaðan fólk er, á hvað það trúir eða hver litarháttur þess er.  Þjóðfélag án misréttis, þar sem á engan er hallað, hlýtur að vera markmið okkar.“

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 29.10.2010 - 17:32 - 37 ummæli

Til varnar Halldóri Ásgrímssyni!

Hvað er verið að ráðst að Halldóri Ásgrímssyni?  Er hann meiri þrjótur en gerist og gengur? Starfaði hann ekki alltaf innan ramma laganna? Eltu Framsóknarmenn hann ekki um áratugaskeið eins og dáleiddar hænur?  Hefði ekki hvaða stjórnmálamaður sem er látið undan LÍÚ og komið kvótakerfinu á?  Urðu ekki allir að gjalti nálægt Davíð Oddssyni?  Er ekki Skinney-Þinganes fyrirmyndar fyrirtæki?  Eigendur þess hafa ekki selt kvótann burtu og flúið í sólina á Flórída með milljarðana sína.  Það hefur Halldór ekki gert heldur. Eignarhlutur hans skapar vinnu á Höfn. Væri ekki nær að skeyta skapinu á brask –klíkunni sem, eyðilagði Framsóknarflokkinn? Sem sagt:  Var Halldór nokkuð annað en bæði góður og vondur stjórnmálamaður sem hefur vilja til að starfa áfram að þjóðmálum?  Hvers erum við bættari að hafa hann atvinnulausan ráfandi um Þingholtin?

Og: Var ekki Halldór langt á undan flestum samtímamönnum sínum í Evrópumálum.  Ef daladrengirnir í Framsókn hefðu fylgt foringja sínum í þeim efnum þá værum við í allt annarri og betri stöðu nú!

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 29.10.2010 - 10:52 - 4 ummæli

Enn um trúarbrögð og skóla!

Þessi færsla er nú einkum fyrir þá sem vilja leggjast yfir það hvernig trúarbragðakennslu á að vera háttað samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu og ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) sem er sá aðili innan Evrópuráðsins sem fæst við Rasisma og mismunun af þeim sökum m.a. mismunun vegna trúar. Svo vill til að undirritaður var í forsvari fyrir nefndinni sem fór til Noregs og lagði fram skýrsluna innan ECRI sem er 47 manna sérfræðingahópur, einn frá hverju ríki Evrópuráðsins. Niðurstaða ECRI á sinn þátt í að undirbyggja niðurstöðu dómstólsins og ECRI vinnur síðan áfram út frá niðurstöðu hans.

,,In its third report, ECRI examined the compulsory subject entitled “Christianity,Religions and Philosophy” and the system of exemptions from the corresponding course. It recommended that the religious education provided in schools reflect the religious diversity of Norwegian society and stressed that the predominance of one particular religion as a compulsory area of study be avoided. ECRI notes that since then, the European Court of Human Rights has found that the refusal to grant parents full exemption from the course resulted in a violation of Article 2 of Protocol No.1 (Right to Education) to the EuropeanConvention on Human Rights. The Norwegian authorities have reported that a number of changes have been made or proposed since ECRI’s third report and the Court’s judgment. These include proposals for change to the object clause of the Education Act. Furthermore, amendments have been adopted in the Education Act and in the curriculum of the subject (which is renamed Religion,Philosophies of life and Ethics), decreasing the relative weight of the teaching of Christianity and expanding the system of exemptions. ECRI also notes reports  according to which pupils exempted from the course are not always offered alternative instruction of equal value during school time.“

,,ECRI recommends that the Norwegian authorities ensure that the teaching of religion is in full compliance with the right to education protected by Article 2 of Protocol No.1 to the European Convention on Human Rights, in accordance with the case law of the European Court of Human Rights and with the guidelines provided in ECRI’s General Policy Recommendation No.10 on combating racism and racial discrimination in and through education. ECRIalso recommends that the Norwegian authorities ensure that alternative educational opportunities of equal value are made available for children whoare exempted from the course.“

Mál það sem vísað er til er:

,,European Court of Human Rights, Grand Chamber, Case of Folgerø and Others v. Norway (Application No. 15472/02), Strasbourg, 29 June 2007. Article 2 of Protocol 1 to the European Convention on Human Rights stipulates that “[n]o person shall be denied the right to education. In the exercise of any functions which it assumes in relation to education and to teaching, the State shall respect the right of parents to ensure such education and teaching in conformity with their own religious and philosophical convictions”.“

Í fljótu bragði sýnist mér að Íslendingar hafi þetta nokkuð á hreinu, eða hvað?

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - 43 ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 27.10.2010 - 11:20 - 1 ummæli

Hin íslenska milliganga!

Mér finnst ekkert eins frábært og að horfa á NBA deildina á stóra flatskjánum sem ég keypti á útrásartímanum.  Í nótt horfði ég á Boston Celtics með Rondo, Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett auk hins viðkunnalega bangsa ShakO‘Neil.  Hann er nánast jafnaldri minn 38 ára gamall og var að byrja að spila þegar Birdarinn og Mchale voru að hætta. Tröllið svitnaði ógurlega enda svakalegur búkur. Það var gaman að geta haldið með þessu viðkunnalega trölli þar sem hann var kominn í grænu treyjuna.  En hann er verri í vítum en við félagarnir, hitti ekki í fjórum í röð og kom ekki inná eftir það.

Við unnum.  Boston er með frábært lið, svolítið gamalt að vísu, en þar er vitið.  Miami er með svakalegt lið með LeBron James, Wade og Bosh.  Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þeir gætu tekið upp á því að rúlla yfir gamalmennin í mínu liði. En viska fylgir aldri. Boston vann örugglega.

Þrátt fyrir ágætan íslenskan þul þá saknaði ég að hafa ekki beint hina bandarísku. Hvar get ég horft á þetta án íslenskrar milligöngu?  Stundum líður mér eins og ég sé í afmörkuðu rými með ótal hliðvörðum. Og það er svo.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur