Miðvikudagur 29.1.2014 - 13:58 - 1 ummæli

Mannréttindi hælisleitenda

Íslensk löggjöf og íslenskir verkhættir varðandi hælisleitendur standast enga skoðun.   Nægir að nefna þann séríslenska hátt að fangelsa hælileitendur komi þeir á hingað til lands á fölsuðum passa.  Það eru ekki bara Sameinuðu þjóðirnar sem hafa gagnrýnt okkur fyrir það. Hið sama hefir ECRI, sá aðili innnan Evrópu, sem við höfum valið til þess að skikka okkur til í þessum efnum einnig gert. Samt berjum við hausnum við steininn.  Nefna má langan biðtíma og skort á óháðum úrskurðaraðila. Hælisleitendur eiga að njóta mannréttinda til jafns við aðra. Það þýðir að lög landsins t.d. um persónuvernd eiga að ná jafnt yfir þá og aðra og það á að tryggja þeim sanngjarna og réttláta málsmeðferð. Sé einhvers konar útlendingafóbía til staðar í íslenska stjórnkerfinu ber að uppræta hana. Vísað er Í Norðmenn með 48  stunda reglu sem styttir biðtíma margra hælislitanda. Norðmenn taka þetta upp eftir Hollendingum og þessi regla er vel þekkt  og með henni má taka út augljósustu dæmin jákvæð og neikvæð. Hætt er við að þessi evrópska regla hér myndi eingöngu fjölga neiunum.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 20.1.2014 - 15:18 - 6 ummæli

Böndin berast að kynslóð..

Á meginlandi Evrópu tekur það fram guðlasti að samlíkja samtímamálum við nasisma eða nasista. það varðar einnig við lög víða  á meginlandinu.  t.d. í Austurríki og Þýskalandi. Danir t.d. hafa frjálslyndari löggjöf. Þar dytti þó engri opinberri persónu  í hug þvílíkar athugasemdir og við höfum upplifað.   En hvað er til ráða nú á nýrri öld þegar fólk fætt eftir eftir 1980 áratugum eftir að helförinni lauk er komið í ábyrgðastöður. Ég spyr hvað er kennt um helförina í íslenskum skólum?  Í mörgum Evrópuríkjum er sérstakt kennsluefni tileinakað helförinni.  Ég hef séð slíkt efni frá  Svíþjóð,  Holllandi og Þýskalandi ef ég man rétt.  Er álíka kennt hér. Eða er aðeins vikið að helförinni almennum orðum.  það þýðir ekki að eltast við einn einn strák þó að samlíking hans afhjúpi ýmislegt. Böndin hljóta að berast að kynslóð, skólum og etv. að vinnureglum sjónvarps.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 6.11.2013 - 10:39 - Slökkt á athugasemdum við Hanna Birna er evrópumanneskja!

Hanna Birna er evrópumanneskja!

Mér synist aðHanna Birna innanríkisráðherra sé eingöngu að uppfylla staðla Evrópuráðsins með því að bæta kynvitund í upptalningu þeirra þátta sem verndar fólk gegn hæðni eða árásum af öðrum toga.  Nær öll Evrópuríki hafa sams konar ákvæði.

Hugmyndin er ekki sú að skerða málfrelsi. Hugmyndin er sú að stemma stigu við hatursræðum. Orðræðu sem getur kveikt ofbeldi gegn hópum vegna litarháttar þeirra, trúar, uppruna, kynferðis, kynvitundar o.frv. Evrópa mörkuð af hörmungum síðari heimstyrjaldar vill slá hérna varnagla. Engum er varnað máls. Málfrelsi ekki skert. En opinber ræða einkum fólks í lyklilsstöðum til þess ætluð að æsa fólk upp til ofbeldis gagnvart hópum er refisverð.  Þetta eru vernandi ákvæði til verndar fólki og  málfrelsi þess. Stemmir stigu við framgangi öfga og ofbeldis.  Sjálfsögð og þörf hugsun. Hanna Birna er sem betur fer Evrópumanneskja í besta skilningi þess orðs.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 2.9.2013 - 11:00 - Slökkt á athugasemdum við Smæð og alþjóðleg samvinnna!

Smæð og alþjóðleg samvinnna!

Mig minnir að Jón Sigurðsson hafi kallað  Ísland fylgifisk í ágætri grein á  netinu nýlega og vissulega eru við fylgifiskur, notum ekki fullveldið til að vera þjóð meðal  þjóða, tökum við tilskipunum í stað þess að taka þátt í að semja þær.

Það hefur ýmislegt breyst frá því að helstu þáttakendur í deilum um alþjóðlega samvinnu voru ungir.  Samstarf þjóða hefur aukist, ógrynni af sáttmálum og alþjóðlegum reglum hefur litið dagsins ljós á öllum sviðum mannlegrar tilveru á matvælasviði, bankasviði, mannréttindasviði nefndu það svið sem ekki hefur alþjóðavæðst.

Það er eins og að tala í heypoka að henda reiður á þessu öllu. Á mannnréttinadssviði má nefna  viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu(sem getur ma.a komið í veg fyrir launamismun kynja). Endunýjaðan féagssáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun í menntun, sáttmála um  vernd farandverkamanna og fjölskyldur þeirra (ekki veitir af) og  innleiðingu viðauka við sáttmála um netöryggi (gæti huggað Ögmund).

Sumar þjóðir  hafa á takteinum afsökunina um smæð þegar þær eru spurðar um hvers vegna þær innleiði ekki þennan sáttmála eða hinn, þessa reglu eða hina. Vissulega afsökun. En á mörgumn sviðum  kemur alþjóðleg samvinna inn.  Með henni má ná ansi langt og það verða þjóðir að gera ætli þær að bjóða upp á mannsæmandi samfélög.

Það vakti athygli mína þegar talsmaður Færeyinga sagði að þegar deilum um síld og makríl væru yfirstaðnar  myndu Færeyingar  hefja samninga um aðgang að innri markaði ESB.  Þar talaði stjórnmálamaður.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 27.8.2013 - 15:02 - 1 ummæli

Vinna barna eykst með verri lífskjörum!

Það má búast við því hér eins og annars staðar í Evrópu að vinna barna aukist með dýpkandi kreppu þegar fólk þarf virkilega á öllu sínu að halda til þess að hafa í sig á.  Og ekki batnar það.

Að sögn UNESCO vinna nú 29% af börnum í Georgíu á aldrinum 7 til 14 ára.  Í Albaníu er talan 19%.  Rússar álíta að um ein milljón barna sé vinnandi í þar í landi. Á Ítalíu 5,2%.  Hvaðanæfa berast nú tölur um aukna vinnu barna mest frá ríkjum suðaustur Evrópu en einng  frá Englandi Kýpur og Grikklandi.

Við höfum ekki haft miklar áhyggjur af þessu hér á  Íslandi.  Við vitum þó að mjög hefur dregið úr vinnu barna hér síðustu árin og ártatugi.  Þó að margir meðal vor hafi stundum bölvað Evrópusambandinu fyrir það þá sjá flestir að sú þróun er harla góð og í samræmi við það sem er að gerast annars staðar.

Við eigum að vera vakandi fyrir þessu.  Víðast hvar er öfug fylgni milli árangurs barna í skóla og vinnu þeirra.  Við megum ekki við því en hljótum að teljast á hættsvæði  vegna þess að atvinnulíf okkkar bíður upp á slíka misnotkun á börnum.

(tölur frá Evrópuráðinu)

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 26.8.2013 - 11:13 - 2 ummæli

Róma og síðari heimstyrjöldin!

Minnst á Róma fólkið og síðari heimstyrjöldina þá voru Róma (sígaunar) ofsóttir þar og drepnir og ofsóttir.  Talið er að  að milli 250 og 500 þúsund Roma hafi verið  útrýmt  á tímum seinni heimstyrjaldar af völdum Nazista og bandamanna þeirra.  Allan þann tíma sem liðinn er hefur þeim gengið illa að fá þetta viðurkennt. Fá samúð og hluttekningu og viðurkenningu.  Þannig er ekki nóg með það að Roma séu ofsóttir í Evrópu nú heldur hefur þeim gengið illa að fá sögu sína viðurkennda, má þar nefna minnismerki, aðild að minnismerkjum, námsefni í skólum o.s.frv.  Hér á landi er eitthvað kennt um gyðingamorðin í síðari heimstyrjöldinni en varla mikið umfram það.  Fer þó að verða kominn tími til að kenna vel um þetta tímabil áður en afneitunarhópar fara að skjóta rótum meðlal ungs fólks sem er óralangt frá þessum atburðum.

Gleymum því ekki að nazistar ofsóttu ekki aðeins gyðinga heldur alla þá sem stóðu höllum fæti, minnihluahópa þ.m.t. fatlaða.  Árangur Göbbels, Hitlers og félaga átti sér rætur í langvarnadi fordómum í garð þessara hópa. Fordómar í Evrópu fara nú vaxansdi.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 25.8.2013 - 11:51 - 3 ummæli

Stalín í Þjóðarbókhlöðunni!

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið manna duglegastur við að vekja athygli á tengslum Íslands við heimskommúnismannn á síðustu öld. Og vissulega er þar nokkur saga þegar haft er í huga annarsvegar tengslin og fjárhagsstuðningur við íslensk samtök og einstaklinga og hins vegar odbeldisverk og þjóðarmorð Stalíns og félaga  þeirra sem hann hafði ekki þegar drepið. Í Þjóðarbókhlöðunni haustdag fluttu tveir ágætir fræðimenn fyrirlestra um ömulega reynslu  ríkja sinna annarsvegar doktor Mart Nutt frá Eistlandi, hins vegar doktor frá Póllandi. Einkum og sérílagi gerðu þeir grein fyrir hernaðarstefnu Sovétríkjanna í síðari heimstyrjöldinni og samskiptum Stalíns við þriðja ríki Hitlers.  Það er ófögur saga og best lýst með því að Stalín lék tveimur skjöldum og hafði að stefnu sinni ekkert síður en Hitler yfirráð yfir þessum ríkjum og lét sig mannslíf engu varða  og var þar enginn eftirbátur þýska glæpamannsins.

Það er  auðvitað að æra óstöðugan að fjalla um Ísland og heimskommúnismann en sem betur fer var Ísland aldrei partur af þeim andskota og umsvif Sovétríkjanna minni hér á landi minni en í flestum nágannaríkjum.  Nær væri að Hannes hefði fæðst í Balkanlöndunum eða í austur Evrópu. Þar væri hann þjóðhetja og hefði meira en nóg að gera.  En það verður ekki á allt kosið og reyndar full þörf að halda lifandi voðverkum Hitlers og  Stalíns  í seinni heimstyrjöldinni og erfingjum þess   síðarnefnda  allt til 1990, bæði á  Íslandi og heiminum öllum. Þarna megum við Íslendingar ekki sofna á verðinum og Hannes á allt gott skilið fyrir sitt framlag.  Við eigum að fræða nýjar kynslóðir um gyðingamorð Hitlers og meðferð hans á Roma fólki og öðrum minnihlutahópum, morðæði Stalíns og meðferð hans, og Sovétríkjanna, á því fólki sem hann lagði undir hramm sinn.

Og ekki má gleyma því að í Þjóðarbókhlöðunni hangir nú uppi ljósmyndasýning um tengsl Íslendinga við Sovétríkin á síðustu öld.  Vissulega fróðleg sýning þar.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 9.8.2013 - 09:51 - 5 ummæli

Vandræðagangur THJOÐKIRKJUNNAR.

Thjóðkirkjan hefur til margra ára  verið í samstarfi við önnur trúfélög yfirleitt undir regnhlífinni samstarf trúfélaga.  Thetta samstarf hefur ekki farið mjög hátt upp á síðkastið enda flestur trúflokkar miklu íhaldsamari en Thjóðkirkjan og ganga á svig við löggjöf landsins i boðum sinni thar sem thau mismuna fólki eftir kynhneigð svo thað augljósasta sé nefnt.

Sem vekur upp hina augljósu spurningu.  Geta samfélög thar sem mannréttindi og mannréttindahugsun hefur augljóslega náð yfirhöndinni liðið thað að innnan theirra vébanda séu (ríkistyrkt) félög sem boða mismun thegnanna og stunda thá boðun að aðeins sú kynhneigð sem algengust er sé thóknanleg. Með öðrum orðum er mismunum leyfleg og réttlætanleg   ef hún er klædd í búning trúar.

Geta opinberir fulltrúar thessa sama ríkis valið um hverja their thjónusta (gifta t.d.) með vísun í samvisku.

Auðvitað á mismunun ekki að líðast. En mismunun thar sem vísað er í samvisku lýsir miklum fordómum og elur á fordómum í thessu tilfelli í garð samkynhneigðra sem hafa búið við ofsóknir, thjáningu, pínu og kvöl alla tíð og mál að linni.

Ágætis byrjun væri sú að nota vald sitt og stærð og hafna samstarfi við thau félög sem ala á fodómum í garð homma og lesbía. Koma mynduglega og virðulega fram (eins og biskupi er lagið). Druslast ekki með eins og sá sem fyriverður sig fyrir stærð sína og eðlilegt  frjálslyndi.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 6.8.2013 - 11:27 - 3 ummæli

Nýjan spítala, takk!

Ég hef átt í því óláni að þurfa að liggja á Landsspítalanum lengur en góðu hófi gegnir á síðustu misserum, bæði sem alvarlega veikur einstaklingur og sem nokkuð hress ráðgáta. Þrátt fyrir að vera svolítið kunnugur innviðum vegna ættingja og atvinnu kom það mér á óvart hvað spítalinn er kominn langt framyfir síðasta söludag, ef svo mætti segja. Innviðir fornfálegir, baðherbergi notuð sem geymslur, læknar og vaktir  í skotum sem  Guðjón Samúelsson hefur án efa hugsað sem útskot, sveittir menn á ferli við að tengja rándýr tæki, skortur á þjónustu sem bitnar á  aðstandendum sem verða að koma sé út og inn um bakdyr um helgar og svo mætti áfram telja.

Hið alvarlega er að brautin byrjaði í uppsveiflunni fyrir hrun þegar fjárframlög til viðhalds og tækjakaupa voru skorin ósleitilega niður og hélt skiljanlega áfram eftir hrun þegar engir peningar voru til og nú er svo komið að ekki verður við búið lengur.

Undirritaður hefur ekki verið hlynntur spítalabygginu á gömlu landspítalalóðinni, talið þar of þröngt en hefur tilhneigingu til að taka undir með þeim er gerst mega vita.  Yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur þá áætlun sem í gangi er góða, búið er að taka af skarið og óheillaspor væri ef frá yrði horfið. Það hlýtur því að teljast forgangsverkefni að  byrja á og ljúka  byggingu nýs spítala svo að Íslendingar næstu ára geti legið við svipaðar aðstæður og þeir eru vanir heima hjá sér þegar heilsan svíkur og komist hreinlega að við háborð tækninnar en nú þegar ber á því að færri komast að en þurfa.

En eitt verð ég að segja áður en ég hætti. Í öllu mínu basli man ég ekki eftir skapvondum starfsmanni. Viðmótið er alveg einstaklega gott. Og enn er  fólk að samsama sig starfi hér þó að hæfileikar þess myndu opna þeim flestar dyr inn í betri aðstæður. En margir hafa auðvitað þegar farið og maður skilur þá mæta vel.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 5.8.2013 - 11:55 - 9 ummæli

Jesús tók sér ekki sumarfrí.

Viðtal Fox sjónvarpsstöðvarinnar við Iransk fædda Reza Aslan sem samdi bókina Zealot hefur sýnt mörgum fram á fordóma þessarar hægri stöðvar í garð múslima og vísinda en áhugi spyrils var fyrst og fremst hvað múslimi væri að rita um Jesú Krist.

Nú hafa múslimar ritað um Jesú fyrr og kristnir menn um Múhammeð og ekkert tiltökumál ekki hvað síst þegar unnið er í nafni vísinda. Aslan fer í spor margra ágætra fræðimanna og telur Jesú hafa verið  byltingrarmann sem var líflátinn vegna þess að hann taldist ógn við ríkjandi skipulag. Nokkuð auðvelt ætti að vera að sjá Jesú út -um han voru skrifaðar hvorki meira né minna fjórar viðurkenndar sögur og nokkrar auka.

En það er einmitt vegna þessa fjölda er auðvelt að sjá út marga Jesúsa enda hafa margir gert sér far um að mála upp hinn mystiska Jesú, hinn pólitíska Jesú, hinn íhaldsama Jesú og hinn frjálslynda Jesú. Alla þessa Jesúsa má sjá út úr Guðspjöllunum fjórum og verður varla úr þessu dæmt úr þessu  því að gyðingurinn Jesú  er horfinn á vit sögunnar en eftir stendur Kristni sem Paul frá Tarsus og síðan Rómverjar bjuggu til og síðan allir þeir menningarheimar sem þessi útbriddustu trúarbrögð veraldar hafa mótað og verið samsvarandi mótuð.

En dó Jesús sem ósáttur byltingarmaður eða var hann siðferðsipælari. Var hann kannski samkynhneigður eins og Jón Gnarr bendir á og tekinn af lífi þess vegna. Við munum aldrei komast að því  en hitt vitum við að hvenær sem nafn hans er nefnt veldur það usla. Það er t.d. nokkuð víst að hann tók  sér ekki sumarfrí þennan tíma sem hann hafði enda verkefnið brýnt og taki þeir til sín sem eiga.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur