Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 04.05 2015 - 20:28

Segðu af þér Sigmundur Davíð

Það er ekki stórmál í sjálfu sér – kökumálið Sigmundar Davíðs. En það er heldur ekki fyndið. Það lýsir fullkominni fyrirlitningu forsætisráðherra á Alþingi, á starfi sínu og þar með á þjóðinni. Og ekki í fyrsta sinn. Ekki í annað sinn. Þetta er orðið ágætt. Þrátt fyrir allar okkar syndir, þá eigum við þetta ekki […]

Sunnudagur 03.05 2015 - 14:26

Nýja stjórnarskrá!

Ég sat í stjórnlagaráði sumarið 2011. Við sömdum nýja stjórnarskrá á fjórum mánuðum og ég held að þetta hafi verið gott verk. Auðvitað ekki fullkomið verk, en hefði verið til verulegra bóta á held ég öllum sviðum, og núna koma í næstum hverjum mánuði upp mál þar sem nýja stjórnarskráin hefði komið að gagni. Nú […]

Föstudagur 01.05 2015 - 23:37

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

Já, það eru erfiðir tímar og það er atvinnuþref. Nú lítur út fyrir mestu vinnudeilur í áratugi. Og ekki að furða – launafólk hefur axlað miklar byrðar vegna hrunsins, en auðstéttir landsins hafa það – takk fyrir – fínt. Og á þessum degi launafólks, einmitt í dag þegar allt er strand í viðræðum þess sama […]

Mánudagur 27.04 2015 - 17:49

Vorið kom – og nú er það farið

Já, vorið kom, einn dag hér á höfuðborgarsvæðinu, það var reyndar á sumardaginn fyrsta, en nú er eins og það sé farið. Á sumardaginn fyrsta, þennan eina vordag ársins 2015 (?), var ég að synda í Vesturbæjarlauginni og hlýddi þá á söngflokk flytja vor- og sumarlög á laugarbakkanum. Og ég leiddi að því hugann að […]

Laugardagur 18.04 2015 - 09:50

Daufasti flokkur í heimi?

  Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar er ofboðslega vond ríkisstjórn. Ekki er nóg með að hún sé illa mönnuð, svo flestallir ráðherrarnir mega kallast góðir ef þeir sleppa gegnum heila viku án þess að lenda í meiriháttar klúðri. Og að stjórnsýsla hennar er að mestu leyti rugl, og yfirgangur og frekja og barnalegur […]

Þriðjudagur 07.04 2015 - 09:27

Margt má um Megas segja …

… og vonandi verður það gert skilmerkilega. Prívat og persónulega vil ég aðeins taka fram eftirfarandi á þessum degi: Á ýmsum æsilegustu og skrýtnustu og sumpart erfiðustu og flóknustu stundum lífsins, þá þurfti ég aldrei neitt að segja. Því Megas var búinn að segja það fyrir mig.

Sunnudagur 05.04 2015 - 09:53

Sigmundur Davíð vill reisa sér minnismerki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur líklega fyrir löngu gert sér grein fyrir því að ferli hans sem forsætisráðherra mun ljúka eftir tvö ár. Og kannski ferli hans sem stjórnmálamanns yfirleitt. Það er eins og gengur, allt endar að lokum. Nema hvað Sigmundur Davíð hefur því miður fengið þá hugmynd að reisa sér minnisvarða. Í orði kveðnu […]

Þriðjudagur 31.03 2015 - 15:29

Treystum við kerlingu fyrir eigum okkar sem á nú aðeins 0,00072 prósent af upprunalegum eigum sínum?

Kona ein fæddist fyrir 91 ári. Hún var af skikkanlegu fólki komin sem arfleiddi hana að heilmiklum eignum og lausu fé. Það var því sláttur á konunni þegar hún komst til vits og ára og hún var gjörn á að slá um sig og leggja pening í alls konar brask og skýjaborgir. Núna, þegar hún […]

Sunnudagur 22.03 2015 - 13:09

Furðuleg viðbrögð í Samfylkingu

Ekki ætla ég í bili að hafa neina sérstaka skoðun á því hvort Sigríður Ingibjörg eða Árni Páll hefði orðið betri formaður Samfylkingar. En ég skil vel að Sigríður Ingibjörg sé að „íhuga stöðu sína“ eftir formannsslaginn. Furðuleg heift kemur fram í hennar garð í ýmsum ummælum fyrri og núverandi forkólfa í Samfylkingunni? Og þá […]

Laugardagur 21.03 2015 - 13:53

Þegar Bjarni Benediktsson …

… horfir á nýjustu skoðanakönnunina sem sýnir meira fylgi við pírata en Sjálfstæðisflokkinn og hann botnar ekki neitt í neinu, þá mætti kannski benda honum á eitt. Að þegar hann skýtur næst fram hökunni í þingsal og býst til að valta yfir sjónarmið minnihlutans og segir með hrokann drjúpandi af hverju orði: „Það er mjög […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!