Sæl Eygló. Eins og þú veist setti Sveinbjörg oddviti Framsóknar í Reykjavík fram stefnu í kosningabaráttunni sem fólk ekki aðeins í sér fordóma gegnum einum þjóðfélagshópi, heldur líka hreina og beina atlögu að mannréttindákvæðum stjórnarskrárinnar. („Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur.“ Jafnframt sagði Guðfinna […]
Tvívegis síðustu vikuna hef ég verið sakaður um það opinberlega að styðja ódeyfðan umskurð stúlkubarna. Já, og ekki bara styðja – heldur hefur því verið haldið fram að slíkar aðgerðir gleðji mig alveg sérstaklega. Þetta gerðist á Facebook og blogginu, og ástæðan fyrir þessum ásökunum var sú að ég hafði gagnrýnt forkólfa Framsóknarflokksins fyrir að […]
Það er verið að gera grín að okkur. Forráðamenn veiðiárinnar í Norðurárdal ætla að bjóða Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í veiði á fimmtudaginn. Það er í sjálfu sér siðlaust, en svo hafa þeir ákveðið að sparka í fólk sem hefur áhyggjur af siðferði í íslenskum stjórnmálum með því að halda því fram að […]
Karl Th. Birgisson skrifaði í dag fínan pistil um Framsóknarflokkinn á sína Herðubreið, þið getið lesið hann hér. Ég vona að mér fyrirgefist að vitna í sjálfan mig, en ég skrifaði þetta hér þegar ég birti hlekk á pistil Karls á Facebook: Þetta er góð grein hjá Karli Th. og skiljanlegt að hann reyni að komast […]
Jæja – stór sigur Samfylkingar undir forystu Dags B. Eggertssonar í Reykjavík gekk eftir. Þegar til lengdar lætur eru það auðvitað þau tíðindi úr Reykjavík sem skipta mestu máli. Til lukku, Dagur, þetta var vel að verki staðið. Nú í morgunsárið viðurkenni ég hins vegar fúslega að mér þykir súrt í broti að Framsóknarflokkurinn skuli hafa […]
Sá góði stuðningur sem Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin njóta í Reykjavík á ýmsar stoðir. Borgin hefur verið prýðilega rekin síðustu árin og það hefur ríkt ró og festa í stjórnsýslunni. Dagur á sinn þátt í því, og borgarstjórnarflokkur sá sem hann leiðir er líka öflugur. Dagur er því „a safe pair of hands“ eins […]
Menn segja sem svo: Á nú að fara að þagga niður vissar skoðanir af því þær njóta ekki fylgis meirihlutans? Í nafni pólitískrar rétthugsunar, guð varðveiti oss! En gætum okkar á því, börnin góð, því allar skoðanir eru jú jafn réttháar! Er það ekki? Stutta svarið við því er einfaldlega: Nei. Skoðanir sem ganga út […]
Nú eru efstu menn Framsóknarflokksins að troða í spínatinu með því að reyna að halda því fram að raunverulegt áhugamál þeirra sé fátækt fólk í Reykjavík. Þó var það alveg skýrt hjá Sveinbjörgu oddvita þeirra í upphaflegri yfirlýsingu þeirra að það átti að taka lóðina frægu af múslima af því hér sé þjóðkirkja. Það kom […]
Við vitum öll ósköp vel að í samfélagi 21. aldar verða vel launuð störf nær eingöngu í boði fyrir þá sem hafa menntun, menntun og meiri menntun. Á öllum sviðum. Við vitum líka að hið alþjóðlega kapítal mun alltaf leita uppi þau svæði þar sem tilkostnaður er minnstur fyrir framleiðsluvörur þess. Það setur niður fabrikkur […]
Á Íslandi er við mörg vandamál að stríða. Það eru svo til eingöngu okkar eigin heimasmíðuðu vandamál og það stendur upp á okkur að leysa þau. En meðal þeirra vandamála er EKKI fjöldi útlendinga á Íslandi og EKKI alltof mikið af múslimum og EKKI deilur milli Íslendinga og útlendinga. Ekkert af þessu er vandamál. Í […]