Sagan Milljóndollaraseðillinn eftir Mark Twain gengur út á hversu fáránlegt er að vesinast með alltof stóra peningaseðla. Það vissi fólk líka í óðaverðbólgu eftirstríðsáranna í Þýskalandi, þegar fólk fór út í búð með milljónmarkaseðla í hjólbörum til að kaupa eitt hveitibrauð. Eins og ýmsir hafa bent á, þá væri nýi íslenski 10.000 karlinn í raun […]
Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár og síðan forsætisráðherra í tólf. Þegar best lét naut hann mikilla vinsælda og aðdáunar og sjálfstæðismenn töldu hann mesta leiðtoga sinn og þjóðarinnar frá upphafi vega. Sjálfum fannst mér hann alltaf afar misvitur stjórnandi og þeim mun verri eftir því sem hann hafði völdin lengur. Eigi […]
Ég heyrði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segja frá því í útvarpinu í gær að engar líkur væru á að hægt yrði á næstunni að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í læknisaðgerðum. Rödd hans var full af sorg, eins og þetta væri honum afar sárt. Það væru bara engir peningar til. En hvernig skyldi standa á því? Hvað […]
Allt er á leiðinni lóðbeint til andskotans eins og við vitum. Sérstaklega fjölmiðlarnir – eins og við vitum. Eða er það ekki? Ja, nú fáum við tækifæri til að kanna hvort eitthvað er til í ótta fólks við að net- og farsímavæðing fjölmiðlanna hljóti að hafa í för með sér að þeir þynnist út. Á […]
Ég fór aldrei þessu vant í bíó um daginn. Sá myndina Elysium, sem suður-afríski leikstjórinn Neill Blomkamp gerir. Þarna er mikill hasar, reyndar aðeins of mikill fyrir minn smekk, sér í lagi þegar líður á. En umfjöllunarefnið er góðra gjalda vert, og reyndar mjög aktúelt á Íslandi núna. Hvernig hlýtur að fara á endanum ef […]
Sú ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að svipta Guðmund Steingrímsson formennsku í nefnd um notendastýrða aðstoð við fatlað fólk veldur mér djúpum vonbrigðum. Eins og sjá má hér hefur Guðmundur sinnt þessu máli af kostgæfni og miklum áhuga. Og ákvörðunin vekur hvarvetna furðu, eins og hér má sjá. Ég hafði í einlægni trúað því að Eygló Harðardóttir […]
„Pabbi? Þetta er ég. Ætlaði bara að segja þér að við erum búnir að taka af þennan fjárans auðlegðarskatt vinstri stjórnarinnar. Þú þarft ekki að borga þetta rugl framar. Þá ekki bara allt í góðu, ha, pabbi?“
Jæja – ýmislegt fór úrskeiðis í hálfmaraþoninu áðan. Ég fór alltof hratt af stað miðað við mann í mínum þyngdarflokki. Allskonar verkir gerðu vart við sig, ytra sem innra. Þrekið var ekki meira en svo að þegar einhver rétti mér súkkulaðimola á fimmtánda kílómetra varð ég að spýta honum út úr mér því ég hafði […]
Eftir langa umhugsun ætla ég að skokka hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Þótt ég sé í heldur lítilli æfingu fyrir svo langt hlaup og of þungur og svona, svo ég verð sjálfsagt með öftustu mönnum. En það verður að hafa það – markmiðið er bara að komast alla leið. Ef einhver vill styrkja mig á þessari […]
Framganga framsóknarmanna á þessum fyrstu 100 dögum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er með þvílíkum ólíkindum að ég efast um að verstu óvinir flokksins hefðu getað sett saman annað eins handrit. Sjá til dæmis hérna – á sumu því sem hér er nefnt bera náttúrlega sjálfstæðismenn líka ábyrgð. Og þessi pistill hér, þótt harðorður sé, er á […]