Þetta hérna er eiginlega með töluverðum ólíkindum: Ungir sjálfstæðismenn ætla sem sé að fara að berjast gegn sósíalisma og hafa fundið andlit hans í því fólki sem sjá má á þessu plakati. Látum Íslendingana vera. Þeir hafa örugglega sumir ekkert á móti því að vera á þessu plakati. En að þarna sé einnig að finna […]
Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs verður 20. október. Þar verður vonandi settur einn af endapunktunum aftan við hið merkilega ferli sem við Íslendingar höfum farið í gegnum til að eignast nýja stjórnarskrá. Ferli sem margar aðrar þjóðir öfunda okkur af, hefur maður orðið var við. Sumir halda því fram að kjörsókn verði fremur lítil, því stór […]
Fyrsta platan sem ég keypti mér um ævina var Blood On The Tracks með Bob Dylan. Eitt af helstu meistaraverkum hans. Næstu tvær plötur á eftir, Desire og Street-Legal, voru líka fínar, jafnvel sú seinni. Og ég útvegaði mér flestar af eldri plötunum hans. Við Dylan fylgdumst vandlega að í lífinu í mörg ár. Svo […]
Margir réttlæta þá ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra að hækka laun Björns Zoëga svo skyndilega og svo mikið með því að „góðir menn kosta“ og það sé bara staðreynd að borga verði færum stjórnendum há laun, svo þeir fari ekki annað. Þessar röksemdir heyrðum við einmitt oft í byrjun „góðærisins“ þegar laun bankamanna og annarra foringja […]
Ekki hefur orðstír Gunnlaugs M. Sigmundssonar vaxið í mínum augum eftir málaferli hans gegn Teiti Atlasyni. Sumt í málflutningi Gunnlaugs er með furðulegum ólíkindum. Hann heldur því til dæmis fram að hann hafi litið svo á að viðtal sem Mogginn tók við hann eftir greinar Agnesar Bragadóttur hafi verið ígildi afsökunarbeiðni! Sjá hér. Það er […]
Ísraelar virka stundum undarleg þjóð. Undanfarin mörg ár hafa þeir kosið yfir sig stjórnvöld sem virðast haldin blindu ofstæki í garð Palestínumanna. En á sama tíma eru listamenn þjóðarinnar að vinna nærfærin og merkileg verk. Ísraelar eiga þó nokkra afar góða rithöfunda, og þeir hafa búið til mjög fínar bíómyndir síðustu ár, þar sem meðal […]
Í gær var Anders Behring Breivik dæmdur í Noregi fyrir sín viðurstyggilegu fjöldamorð. Þá skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Dýrið Anders Brevik fékk makleg málagjöld í dag. Vonandi fær hann aldrei að sjá dagsljósið aftur. En finnst engum athugavert að safna börnum og unglingum kerfisbundið saman á afskekktri eyju í þeim tilgangi […]
Hvaða óforskömmuðu siðleysingjar reka eiginlega þessi svokölluðu „smálánafyrirtæki“? Akkúrat þessa dagana er tvennt að gerast. Gagnrýni á smálánafyrirtækin og grimma markaðssetningu þeirra hefur aukist, enda eru vísbendingar um að kornungt fólk sem kann ekki ennþá með peninga að fara, eða er jafnvel djúpt sokkið í net fíkniefnaneyslu, séu meðal helstu viðskiptavinanna. Og svo eru skólarnir […]
Í mínu ungdæmi var orðið Breiðavík nánast eins og Grýla. Svonefndir „óknyttapiltar“ gátu endað í Breiðavík, sagði orðrómurinn meðal okkar barnanna. Og þar vildi enginn vera. Samt höfðum við ekki hugmynd um hvað vistin í Breiðavík var skelfileg í raun og veru, þegar verst lét. Það tók áratugi að grafa það upp úr þoku þöggunar […]
Ekki vilja allir láta mikið að sér kveða við að mótmæla meðferð rússneskra yfirvalda á pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Sumir segja sem svo að þótt stúlkurnar í hljómsveitinni verðskuldi kannski ekki margra ára fangelsi, þá verði ekki framhjá því litið að þær hafi svívirt einlæga guðstrú fjölda fólks með uppistandi sínu í dómkirkjunni í Moskvu. Og […]