David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti. Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári.
Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp eða ekki þá er mikilvægt að eiga leiðtoga í þessum efnum t.d. þegar múslimafóbía veður uppi svo minnir helst á undanfara gyðingaofsókna á síðustu old, eins og Bjarni Randver fræðimaður hefur svo listilega sýnt frammá, leiðtoga sem þora að vísa veginn sem leitt gæti til heilbrigs samfélags.
Þannig ættu formenn flokka að setja ofaní við áberandi flokksmenn sína þegar þeir láta vaða á súðum varðandi minnihlutahópaog innflytjendur. Forsetinn mætti jafnvel stíga niður á jorðina og segja eitthvað við hjorðina.
Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um þessi mál.