Miðvikudagur 24.7.2013 - 18:31 - 10 ummæli

Um rasíkar tilhneigingar

David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti.  Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári.

Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp eða ekki þá er mikilvægt að eiga leiðtoga í þessum efnum t.d. þegar múslimafóbía veður uppi svo minnir helst á undanfara gyðingaofsókna á síðustu old, eins og Bjarni Randver fræðimaður hefur svo listilega sýnt frammá, leiðtoga sem þora að vísa veginn sem leitt gæti til heilbrigs samfélags.

Þannig ættu formenn flokka að setja ofaní við áberandi flokksmenn sína þegar þeir láta vaða á súðum varðandi minnihlutahópaog  innflytjendur. Forsetinn mætti jafnvel stíga niður á jorðina og segja eitthvað við hjorðina.

Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um  þessi mál.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 19.7.2013 - 17:04 - 18 ummæli

Moska í Reykjavík!

Múslimafobía gengur nú yfir Evrópu. Hennar gætir hér þar sem allskonar fólk fárast yfir þeim sjálfsagða hlut að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Halló! Í hverig landi vill fólk eiginlega búa.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 2.7.2013 - 16:24 - 2 ummæli

Leggjum niður Landsdóm.

Allt í lagi. Leggjum niður Landsdóm.  Löngu úrelt fyrirbrigði.  Breytum sjórnarskrá.  Kominn tími til.  Förum  eftir því sem erlendar skammstafanir segja.  Margt skynsamlegt og gott kemur frá Evrópuráðinu.  En hlítum ýmsum öðrum ráðleggingum þaðan.  Innan vébanda Evrópuráðsins eru m.a. nokkrar eftirlitsnefndir.  Ein t.am. um kynþáttamál, önnur um ástand í fangelsum.  Við mættum  fara eftir athugasemdum þessara nefnda sem gera skýrslur um Ísland með reglulegu millibili.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 3.6.2013 - 11:42 - 2 ummæli

Rasistar orðljótastir

Það er mikið unnið að því að koma óorði á bloggara, þ.á.m. af bloggurum sjálfum.  Málið er að það er í  góðu lagi með mikinn meirihluta þeirra sem skrifa pistla þ.e. halda úti vefsíðum.  Þeir sem eru netinu (nær)eingöngu til að kommentaera á aðra eru heldur  varasamir, hluti þeirra.  Þessi hluti fer í yfileitt í manninn. Sumir koma fram undir réttu nafni, aðrir ekki. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta illskeyttir hægri menn en það er m.a. af því að ég verð fyrir árásum þeirra, eða varð meðan ég skrifaði meira um pólitík.  Nokkuð er um rasista á þessum slóðum, þeir eru orðljótastir og aumkunarverðastir.  Ég reikna með að sumir hægri menn og sumir  þjóðrembingar líti hlutina öðrum augum.

Auðvitað eiga fjölmiðlar, þ.m.t. bloggarar að sía út versta  óhroðann áður en hann birtist.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 28.5.2013 - 10:40 - 1 ummæli

Hælisleitendur

Unirritaður furðar sig oft á því óþoli sem hér ríkir í garð hælisleitenda. Það  hefur þó verið sýnt fram á það að Íslendingar taka ekki á móti eins mörgum hælisleitendum og aðrar þjóðir á norðurslóðum. Tilefni þesara skrifa er að í dag fer héðan hálffull flugvél af Króötum sem leituðu hér hælis. Formaður Útlendingastofnunar útlistaði málið nokkuð í fjölmiðlum og taldi í góðu lagi að senda hópinn heim. Vitnaði til skýrslna frá Evrópusambandinu og mannréttindasamtökum. Af hverju hún vitnaði ekki til skýrslna frá Evrópuráðinu sem bæði Íslendingar og Króatar eru aðilar að er mér hulin ráðgáta. Ég fletti upp í skýrslu ECRI um Krótatíu. Þar er mjög varað við andrúmsloftinu.  Síðar kom í ljós að hluti Króatanna voru Sebar.  Alllir vita að Serbar eiga mjög erfitt uppdráttar í Króatíu og það er um það í skýrslum ECRI.

Enn og aftur. Við þurfum á innflytjendum að halda. Þeir gætu hæglega bjargað búsetu víðar en á Vestfjörðum og í fleiri atvinnugreinum en fiskvinnslu og á sjúkrahúsum. Við sem velmegandi þjóð ættum að taka á móti fleiri hælisleitendum. Það er liður í þessu.  Það er að auki siðferðileg skylda okkar.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 16.5.2013 - 11:08 - 1 ummæli

Réttlátt þjóðfélag án mismununar.

Ég hef vitnað í ENAR skýrsluna áður hvað snýr að hæliseitendum og atvinnu þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir. Tilefnið er væntanleg  ríkisstjórn en hún ætti að reynast öllum íbúum þessa lands vel.  Án  teljandi undantekninga hafa meginflokkar þessa lands haldið sig frá  digurbarkalegum  ummælum í garð útlendinga og ef satt er að þeir sem nú haldi til valda haldi uppá fiskikarla og kerlingar  og landbúnað ættu þeir að reynast vel þeim þúsundum útlendinga sem hafa haslað sér völl í þessum  greinum, einkum þó  fiskvinnslu en einnig í landbúnaði.

ENAR bendir á að börn innflytjenda detti frekar út úr skólum en aðrir og hvetur stjórnvöld til að taka á því.  ENAR vill kenna tungumálinu um, einhverskonar lykill  að árangri sé að kenna íslensku betur og meir.  ENAR hvetur íslensk stjórnvöld til að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að innflytjendur hópist saman á tiltekna staði til búsetu.  Tungumáhindrunum í heilsugæslu verði rutt úr vegi og ekki verði reynt að hindra að múslimar eignist sínar moskur. Ýmislegt fleira mætti nefna og verður það gert síðar.

Allt þetta virðist smáatriði miðað við þær summur sem við fáum til baka af húsnæðislánum en þarf að vera  í lagi ætlum við að þróa hérna gott þjóðfélag.

Við hjótumað stefna að réttlátu þjóðfélagi án mismununar.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 15.5.2013 - 10:36 - Lokað fyrir ummæli

Neyslunöldur

Er nokkur furða þó við sé um (orðin)  neyslusinnaðri en (hinar)Norðurlandaþjóðirnar.   Ég horfði á Eurovision í gær á RUV og DR1.  Okkar menn fylltu upp í öll göt í keppnini með auglýsingum (sem flestar gengu út á það hvað við erum frábær og hvað það er yndislegt að eyða peningum).  Í öðrum löndum var dagskrá gestgjafanna fylgt þ.e. listræn atriði komu þegar hlé varð á keppninni. Við könnumst við þetta úr fyrri keppnum, úr fótboltakeppnum og fleiri keppnum. Svo er fólk hissa á því að við séum neyslusinnuð.  Það er troðiðupp í hvert vitunargap okkar með  skilaboðum um það hvað við og V‘IS séum frábær. Og þeir liggja yfir þessu sem síst mega við því.  Og ekki batnar þetta þegar þeir lækka skatta og greiða niður húsnæðislánið mitt.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 14.5.2013 - 14:05 - Lokað fyrir ummæli

Vaxandi fordómar hér á landi?

Einhvern veginn finnst mér fordild gagnvart útlendingum hafa vaxið hér á landi undanfarið.  Íslendingar sem hafa  orð á sér fyrir það að taka lítt eða ekki á móti hælisleitendum , líta þá hornauga.  Fólk af erlendu bergi brotið var oftar atvinnulaust (skýrsla ENAR)en aðrir eftir hrun, fólk þarf að sýna lögheimilispassa áður en það fær inni í gistiskýlum Reykjavíkur(þar  starfar fólk og i borgarstjórn örugglega alið upp við ,,miskunnsama samverjann“), samkynhneigður Nígeríumaður er sendur aftur til Ítlalíu, þannig mætti halda lengi áfram.  Á sama tíma og við ræðum lausnir sem stuðla að því að gera stóran hluta jarðarkringlunnar óbyggilegan ölum við á hugarfari gegn öðrum heimsins börnum sem er fullkomlega óverjanlegt frá siðferðilegu sjónarmiði.

Á þeim tímamótum þegar við erum að fá nýja ríkisstjórn er rétt að koma á framfæri nokkrum punktum er varða útlendinga hér á landi því að kannski verður þetta góð stjórn sem ekki aðeins borgar upp skuldir heimilanna heldur setur sér það að taka á móti útlendingum með réttlátum og góðum hætti.

 (Hjá mér hef ég  punkta sem European Network Agaist Racism (ENAR) hefur látið taka saman um Ísland.)

Um hælisleitendur segir:  Miðstöð fyrir hælisleitendur ætti að flytja til Reykjavíkur, eða sé það ekki mögulegt, ætti að opna aðrra miðstöð þar. Að einangra hælisleitendur frá samfélaginu eins og nú er gert sýnir skort á skilngi á þjáningu þeirra og eykur fordóma í garð þeirra, elur á hleypidómum í garð þeirra og lítilsvirðir þá.

Um atvinnuleysi útlendinga segir. Tölur sýna að atvinnuleysi er meira meðal þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir en annarra.  Þetta þyrfti  að rannsaka nánar, finna orsök og laga ef kostur er. (meira síðar)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 24.2.2013 - 10:02 - Lokað fyrir ummæli

Hvenær eiga kristin gildi ekki við?

 

Stundum hefur manni verið legið á hálsi fyrir það að að skrifa um pólitík verandi prestur. Það hefur óneitanlega dregið úr manni. En nú er maður ekki lengur að fjalla um pólitík þótt maður fjalli um Sjálfstæðisflokkinn, heldur guðfræði öllu heldur kristinfræði.

Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því sum sé yfir að kristin gildi skuli móta alla lagasetningu eigi það við.
Hvað eru kristin gildi: Ég reikna með að flestir geti sameinast um að það séu gildi eins og kærleikur, hófsemd sem andstæða við græðgi, sannleiksleit, vinátta etc. sem sagt allt þetta góða sem við þekkjum. Flokkurinn verður að svara því hvenær þessi gildi eigi ekki við. Hvenær á t.d. kærleikurinn ekki við? Hvenær á græðgin við o.s.frv.
Það vill nefnilega svo til að kristin gildi eiga ávallt við, alls staðar, alltaf.
Það er svo önnur umræða hvers vegna stjórnmálaflokkur víkur sérstaklega að kristnum gildum með þessum hætti. Þó að þessir jákvæðu þættir í lífi okkar séu hér kenndir við kristni þá aðhyllist stór hluti þjóðarinnar önnur trúarbrögð sem álíta nefnd gildi úr sinni trú sprottin eða aðhyllast trúleysi og líta án nefnd gildi óháð trú.(Norðmenn tala t.d. í stjórnarskrá um hinn kristna og húmanistíska arf). Eitt einkenna fjölmenningarsamfélags er að ríkisvaldið sé sem mest hlutlaust í trúarefnum.  Flokkurinn er því að skipa sér í sveit sem kristinn íhaldsflokkur reyndar þjóðernissinnaður kristinn íhaldsflokkur. Fróðlegt verður að sjá hvort slíkur flokkur endurheimtir stöðu sína sem stærsti flokkur þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 15.2.2013 - 10:49 - Lokað fyrir ummæli

Fylgst með Ögmundi!

Tilraunir Ögmundar Jónassonar að stöðva frjálst flæði kláms á netinu vekja víða athygli.  Takist honum og hans fólki að vinna með internetið þannig að landamæri ríkja virki og harðar klámsíður fokkist upp á leið sinni til landsins þykir mörgum sem mikilvægt skref sé stigið.

Þar á meðal þeim sem reyna að hamla gegn rasistaáróðri í Evrópu. Evrópuráðið í mynd ECRI hefur árum saman hvatt lærða og leika til þess að leita leiða til að hamla hömlulausri dreifingu á því sem ég vil kalla rasistaklám, innan vébanda Evrópu.  Þetta eru síður sem eru fullar af hatursáróðri sem er ólöglegur og hvatt er beint eða óbeint til ofbeldis- og níðingsverka.  Þetta eru gjarnan heimasíður samtaka sem eru bönnuð vegna ofbeldisfullra markmiða sinna.

Þessar síður breiða út fagnaðarerindi rasismans, þar eru samhæfðar aðgerðir eins og t.d. þær að hittast á afmælisdegi Hitlers og berja á hommum.  Verkurinn er sá að þó að sum ríki Evrópu banni slíkar síður og uppræti þær þá leita síðumenn í þau ríki þar sem löggjöf nær ekki til þeirra og /eða eftirlit er slakt.

Gegn þessum ófögnuði hafa mönnum fallist hendur. Hafa ekki séð leiðir til þess að takmarka þennan ófögnuð, aðrar en þær að beina því til yfirvalda ríkja að taka á þessum með einum eða öðrum hætti.

Takist Ögmundi og hans fólki að sýna fram á árangur í sjálfsagðri baráttu sinni gegn ólöglegu klámi þá er ekki að vita nema stofnanir Evrópuráðsins nýti aðferðir hans í  baráttu sinni gegn internet rasisma.

Þeir sem óttast skerðingu á tjáningarfrelsi mega svo taka við sér þegar við erum búin að stemma stigu við klámi og rasisma (þessi svið mætast í mansali).  Á báðum þessum sviðum snýst tjáningarfrelsið upp í andhverfu sína.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur