Þetta hér er verulega góð útlegging Hauks Más Helgasonar á hugmyndafræði morðingjans í Noregi. Það er ástæða til að fólk lesi þetta vandlega. Það er auðvitað hart að þurfa að láta það eftir morðhundi að lesa bullið úr honum, en það er mikilvægt að vita úr hvaða jarðvegi svona hryllingsverk geta sprottið. Bæði últrahægrinu, og […]
Ég sá um daginn hluta af Djöflaeyju Friðriks Þór Friðrikssonar, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Ég hafði ekki séð hana síðan hún var frumsýnd fyrir 15 árum eða hvenær sem það var nú aftur. Satt að segja varð ég töluvert hissa. Því mér sýndist þetta vera fjári góð mynd! Einhvern veginn hafði ég ekki […]
Einhvern tíma … Ekki strax – ekki núna, meðan undrunin, sorgin, reiðin og hryllingurinn ráða enn ríkjum. En einhvern tíma … þá geta frjálslyndir jafnaðarmenn kannski fundið örlitla huggun í því að öfgamenn á öllum vængjum, og pólitískir vitfirringar, virðast líta á þá sem sína hættulegustu andstæðinga. Talsmenn frelsis OG samhjálpar. Umburðarlyndis OG ábyrgðar. Þjóðlegra […]
Það verður að nota tækifærið núna til að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin til rannsóknar á ný. Og það verður vel að merkja líka að rannsaka hvernig í ósköpunum það gat gerst að Hæstiréttur 1997 gat hafnað því að taka málið upp, þótt óréttlætið í hinu fyrra máli væri æpandi og organdi upp úr hverju einasta […]
Heill og sæll Ögmundur. Og til lukku með nýju brúna. Þetta var glæsileg frammistaða hjá þínum mönnum. Og án þess að ég ætli nú að fara að leggjast í þjóðernisbelging á efri árum, þá mætti jafnvel hvíslast á um að þessi eldsnögga brúarsmíð sýndi hvers Íslendingar eru megnugir þegar þeir taka sig til. En ekki […]
Ég ætla að endurbirta hérna eina almenna athugasemd sem ég gerði sjálfur í umræðum við bloggfærslu mína um nýju stjórnarskrárdrögin, sem ég birti hér í nótt. Þar hafa þegar komið fram mjög gagnlegar umræður og ábendingar og ég vona að svo verði áfram. En þegar í athugasemd var spurt hvort þetta væri ekki bara einhver […]
Stjórnlagaráð er, með algjörlega ómetanlegu vinnuframlagi starfsmanna ráðsins, búið að semja drög að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Athugið að þetta er ekki endanlegur texti. Næstu tvær vikur verður farið yfir hann, og vafalaust samþykktar ýmsar breytingartillögur. Sumar þeirra um mjög mikilvæg mál, trúi ég. En mjög róttækar grundvallarbreytingar verða varla gerðar úr þessu. Þó maður […]
Sævar Ciesielski er dáinn. Hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfararnótt miðvikudags, en þar hafði hann verið búsettur undanfarin ár. Þetta er sorglegur dagur, ekki aðeins fyrir ættingja Sævars, vini og kunningja, heldur og fyrir þá sem reyna að halda í trú á réttlæti í þessu landi. Saga Sævars var í örstuttu máli svona: Hann ólst […]
Þá er síðasta reglulega ráðsfundi stjórnlagaráðs lokið. Við fórum í dag yfir síðustu útgáfu B-nefndar að tillögum um nýja stjórnskipan, en þær tillögur má nú sjá í áfangaskjalinu á stjornlagarad.is Það er vissulega orðið fremur lítið svigrúm til breytinga samkvæmt ábendingum frá almenningi, en ég hvet samt fólk eindregið til að skoða tillögurnar og lýsa […]
B-nefnd stjórnlagaráðs er nú að kynna breytingar á fyrri tillögum sínum um Alþingi, ríkisstjórn og fleira. Þar er eitt mál ennþá óútkljáð, enda hefur stjórnlagaráðinu gengið illa að koma sér upp afgerandi skoðun á þessu sviði. Það snýst um setu ráðherra á þingi. Nú er meirihluti ráðsins kominn að þeirri niðurstöðu að ráðherrar eigi ekki að […]