Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 08.03 2014 - 21:24

Vill maður búa á Íslandi?

Ekki veit ég hvernig það gat gerst að mál kólumbísku kvennanna, sem Útlendingastofnun vill vísa úr landi, gat komist svo langt að nú er búið að úrskurða að þær skuli fluttar burt „svo fljótt sem auðið verður“ eða hvernig sem það er orðað. Sjá hér. Það þarf greinilega að gera ærlegan skurk hjá Útlendingastofnun og […]

Laugardagur 08.03 2014 - 09:44

Ha, Willum Þór? Ha, Valgerður Gunnarsdóttir?

Ríkisstjórnin ætlar að hunsa gjörsamlega vilja þjóðarinnar í ESB-málinu. Þann vilja að þjóðin fái sjálf að taka afstöðu til eins brýnasta hagsmunamáls hennar. Það er í raun fáránlegt að segja þetta. Að það sé eitthvað vafamál að þjóðin FÁI að ákveða þetta sjálf, allra náðarsamlegast. Og í staðinn fyrir að lúta einfaldlega vilja stórs meirihluta […]

Fimmtudagur 06.03 2014 - 20:21

Eiga þeir það skilið?

Hvort sem menn hneigjast til að vera fyrirfram hlynntir aðild að ESB eða ekki, þá ættu allir að geta verið sammála um að þetta hér sé mergurinn málsins: Það getur haft vond áhrif að slíta formlega viðræðum við ESB. Hversu vond þau áhrif verða eða gætu orðið, það vitum við ekki fyllilega. Þótt fjölmargir hafi […]

Miðvikudagur 05.03 2014 - 08:37

Ómerkilegur spuni

Forráðamenn ríkisstjórnarinnar halda áfram sínu auma yfirklóri út af þjóðaratkvæðagreiðslunni sem þeir eru að reyna að svíkja þjóðina um. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „ekki loku fyrir það skotið“ að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB en með því skilyrði að stjórnarskránni verði fyrst breytt. Þetta hefur spunameisturum Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar örugglega þótt […]

Mánudagur 03.03 2014 - 16:33

Getraun dagsins

Allt frá fyrsta degi ríkisstjórnarinnar (nánast) þegar gjöldum var létt af sægreifum en Sigmundur Davíð sakaði blaðamenn um loftárásir, og gegnum „leiðréttinguna“ sem enginn hefur enn haft frekari spurnir af, og allt fram á daginn í dag þegar sjálfstæðismenn liggja í greni sínu, illa særðir af eigin svikum, en Gunnar Bragi stikar um með hroka […]

Sunnudagur 02.03 2014 - 14:17

Sigurður Pálsson: Svik eru svik eru svik

Sigurður Pálsson hélt frábæra ræðu á Austurvelli í gær. Mín ræða og Margrétar Guðmundsdóttur eru komnar á kreik á netinu, en ég hef ekki séð ræðu Sigurðar þar ennþá. Ég tek mér því það bessaleyfi að birta hana hér: Sigurður Pálsson Ræða á Austurvelli, 1. mars 2014   Ágætu fundarmenn!   Galdur   Galdur sá […]

Laugardagur 01.03 2014 - 15:50

Nei, nei og aftur nei

Þessa ræðu hélt ég á Austurvelli áðan, en bætti reyndar einni setningu inní (hún er innan sviga) eftir að ræðan var haldin:   Gott fólk. Þau mótmæli sem hér hafa staðið alla vikuna, snúast þau um Evrópusambandið? Jáááá, að sumu leyti. Við Íslendingar búum við minnstu mynt í heimi, sem á að heita sjálfstæð – […]

Miðvikudagur 26.02 2014 - 15:00

Ruddalegt klúður og blygðunarlaus sérhagsmunagæsla

Það er ekki eitt, það er allt. Bara á tveim fyrstu síðum Fréttablaðsins í morgun: Fyrst frétt um að landbúnaðarráðherra hefði skipað í tollahóp um landbúnaðarmál. Ráðherrann óskaði eftir fulltrúum frá tveimur ráðuneytum, auk fulltrúa frá ASÍ og BRSB, frá Mjólkursamsölunni og Bændasamtökum Íslands. Enginn fulltrúi frá neytendum eða neinum hagsmunasamtökum þeirra. Og svo óskaði […]

Mánudagur 24.02 2014 - 20:01

Sjálfstæðismenn vorra tíma

Gunnar Bragi Sveinsson hundskammaði Einar K. Guðfinnsson forseta þingsins á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn fyrri tíma hefðu ekki tekið því þegjandi ef utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, ráðherra í stjórn með þeim, hefði skammað flokksbróður þeirra, forseta Alþingis, eins og hund úr ræðustól þingsins. Sjálfstæðismenn okkar tíma láta sér það greinilega lynda. Enda ræður Framsóknarflokkurinn.

Sunnudagur 23.02 2014 - 14:29

Leiðrétting

Ég sé að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar éta nú hver upp eftir öðrum að þar sem hin vonda ríkisstjórn lýðræðishatarans Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki lagt aðildarumsókn að ESB undir þjóðaratkvæði, þá sé ekki nema mátulegt að hin góða og göfuga lýðræðisstjórn hins rökvísa Sigmundar Davíðs kippi umsókninni til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu – hvað sem líður kosningaloforðum. Þetta […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!