Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, gaf stórmerkilega og óvænta rammpólitíska yfirlýsingu í jólaprédikun sinni í Dómkirkjunni. Sjá hér. Prédikunin í heild taldist ekki til tíðinda, þar var margt snoturlega sagt út frá sjónarhóli biskups. En svo kom þetta hér: „Á þessum jólum skulum við því minnast þakklætisins. Þakklætis fyrir að fá að lifa í landi […]
Við Páll Magnússon byrjuðum sama daginn í blaðamennsku á Vísi sáluga, það var 2. apríl 1979. Æ síðan hefur mér verið hlýtt til Páls. Mér hefur reyndar aldrei dottið í hug að hugleiða hvort það hafi verið gagnkvæmt en hlýt að reikna með að svo sé! En við fórum altént saman yfir á Tímann þegar […]
Ekki var stéttaskipting á Íslandi áður fyrr, með sama hætti og annars staðar, sagði forsætisráðherra í frægu ávarpi sínu þann 17. júní. Þetta var náttúrlega bara firra. Stéttaskiptingin var nákvæmlega eins hér og annars staðar, og engu síðri. Meira að segja í höfuðriti söguskoðunar Framsóknarflokksins, Íslandssögu eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, þar er síður en […]
VG hafa lagt fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið. Ég hef ekki skoðað þær nákvæmlega en í fljótu bragði fela þær fyrst og fremst í sér að hætta við að lækka gjöld og skatta á sægreifa og auðkýfinga. Það hljómar vel í mínum eyrum. En ekki í eyrum Bjarna Benediktssonar. Eins og sjá má hér, sér hann […]
Ég hef skömm á Vigdísi Hauksdóttur og öllu hennar rugli. Vandinn er samt ekki hún. Vandinn er sú ríkisstjórn auðkýfinganna sem komin er til valda og ætlar sér grímulaus að gleypa í sig hverja krónu sem þeir misstu af meðan aðrir fóru stundarkorn með stjórnina til að hreinsa upp skítinn eftir þá sjálfa. Vandinn er […]
Ríkisstjórninni stóð auðveld leið til boða ef hún vill auka peninga til heilbrigðismála – eins og vissulega er þörf á. Mjög einföld og góð leið, sem hefði ekki kostað nokkurn mann nokkrar raunverulegar þjáningar. Hún gat hætt við að lækka gjöldin á sægreifana. Þeir hefðu varla tekið eftir því, svo mjög moka þeir inn peningum […]
Kynning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar tókst að ýmsu vel þótt mér sýnist nú aðgerðirnar sjálfar sæta vaxandi gagnrýni. Látum það liggja milli hluta: Það var altént ekki öðru að búast en Framsóknarflokkurinn myndi njóta þess í nýrri skoðanakönnun hve vel þessi kynning þótti lánast, sjá hér. Merkilegra er samt að sjá Sjálfstæðisflokkinn í 23 prósentum. Flokkurinn hefur […]
Heyrðu Hannes. Ég var að lesa grein eftir þig á Pressunni. Ef einhver ætlar að lesa þetta opna bréf til enda, þá mæli ég með að viðkomandi lesi hana fyrst. Hún er hér. Um þetta vil ég segja eftirfarandi: Í fyrsta lagi þykir mér undarlega ósmekklegt af þér að vera búinn að skrá svona nákvæmlega […]
Ég var að búa til bók, Háski í hafi heitir hún, og safn frásagna um sjóslys á Íslandi á árunum 1901-1906. Því miður er af nógu af taka. Þarna eru margar afar dramatískar frásagnir, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Á þessum tíma voru slysavarnir á Íslandi varla til, og tugir manna létu […]
Jú, það var svolítið leiðinlegt að fótboltalandsliðið skyldi ekki ná að sýna sinn allra besta leik í úrslitaleiknum gegn Króatíu í gær. Það hefði verið gaman að liðið hefði náð að veita Króötum meiri keppni. Króatar eiga fínt fótboltaliðið, sem yfirleitt spilar mjög skemmtilega og fjörlega, en okkar menn gerðu þeim þetta aðeins of auðvelt. […]