Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 13.07 2013 - 00:45

Í Harlem

Langar og ítarlegar rannsóknir mínar á Manhattan-eyju í Vesturheimi hafa fært mér heim sanninn um að langmest líf og fjör sé að finna í Harlem. Þótt nú sé komið kvöld og það hellirigni er mannlífið enn með skemmtilegum svip, hrókasamræður standa yfir á matsöluhúsum og óformlegum samkomustöðum hvarvetna, ungir páfuglar á ferðinni að gera sig […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 23:59

Bókmenntir í neðanjarðarlest

Ameríkanar eru einstaklega menningarsnautt fólk, teljum við stundum. Og vissulega gæti maður stundum ályktað sem svo ef aðeins væri byggt á stórmyndunum frá Hollywood. En nú fyrir stundu sat ég í neðanjarðarlest á Manhattan og með mér var fólk á leiðinni í efri byggðir þar, til Harlem og svo til hins óttalega hverfis Bronx. Og […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 13:06

Blaut úldin tuska framan í þjóðina

Ríkisstjórnin veit að 70 prósent landsmanna hafa í skoðanakönnun lýst andstöðu við þá fyrirætlun hennar að lækka og síðan fella niður veiðigjöld á sægreifana. Ríkisstjórnin veit líka að 35.000 manns hafa sett nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem þessu er mótmælt. Ríkisstjórnin veit að sérfræðingar í hagfræði hafa lagst gegn þessu, bæði okkar mætustu menn […]

Mánudagur 01.07 2013 - 17:49

Það sem fréttastjóri Moggans gerði ekki

Í Morgunblaðinu var á föstudaginn viðtal við Ármann Einarsson framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Auðbjargar í Þorlákshöfn. Fyrirtækið stendur illa og samkvæmt viðtalinu við Ármann er sökin veiðigjaldanna sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti á. „Þetta lítur ekki vel út og ég er ekki bjartsýnn,“ segir Ármann. „Ef fyrri ríkisstjórn [Jóhönnu] hefði verið áfram hefði verið hægt að loka […]

Sunnudagur 30.06 2013 - 01:03

Vissi Bjarni ekki betur?

Hvernig getur það átt sér stað að Bjarni Benediktsson, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisflokksins, trommar upp í fjölmiðlum og segist ætla að láta breyta lögum svo leggja megi landsdóm niður? Vissi hann virkilega ekki að til þess að leggja niður landsdóm dugar ekki að breyta lögum? Það þarf að breyta stjórnarskránni. Og hvernig stóð á því […]

Miðvikudagur 26.06 2013 - 23:01

Hverjar eru skýringar íslensku ráðherranna?

Ég bíð enn eftir því að fjölmiðlar spyrji Ólaf Ragnar Grímsson almennilega útí ummæli hans um að Evrópusambandið vilji í raun alls ekki fá Íslendinga í sambandið. Eins og hann hafði þó fullyrt og það á sjálfu hinu háa Alþingi. Sjá hér. Meðan ég bíð vil ég líka skjóta tveimur öðrum spurningum að fjölmiðlamönnum, sem […]

Þriðjudagur 25.06 2013 - 22:31

Bíð spenntur eftir næsta viðtali við Ólaf Ragnar

Við setningu Alþingis um daginn vakti Ólafur Ragnar Grímsson forseti mikla athygli þegar hann fullyrti að innan Evrópusambandsins væri enginn áhugi á að fá Ísland í samtökin. Að því hefði hann komist í samræðum sínum við einhverja ónefnda menn. Þetta þóttu að vonum miklar fréttir, og þeir sem höfðu viljað láta reyna á aðildarumsókn og […]

Föstudagur 21.06 2013 - 09:05

Hver kaus Sigurð Inga til þess arna?

Sjáið þessa frétt – og grátið. „Umhverfisráðherra endurskoðar friðlýsingu Þjórsárvera.“ Þessi fjögur orð eru beinlínis hrollvekjandi. Hvernig gerðist þetta – að meintur umhverfisráðherra láti sér detta annað í hug en stefna eindregið að hinni ýtrustu friðlýsingu þeirrar ómetanlegu náttúruperlu sem Þjórsárver eru? Sigurður Ingi Jóhannsson er náttúrlega maðurinn sem sagði að nú ætti að fara […]

Þriðjudagur 18.06 2013 - 09:39

Sægreifar styrkja flokka tvo sem síðan lækka skatta sægreifa

Sjáið þessa frétt hér. Hérna er upphaf hennar: Og setið þessa frétt svo í samhengi við fyrirætlanir ríkisstjórnarflokkanna um að lækka og síðan fella niður þau veiðigjöld sem fyrrverandi ríkisstjórn kom á og skila ættu miklum tekjum í þjóðarbúið. Sem þarf svo sannarlega á því að halda. Íslenskir háskólakennarar við hina virðulegustu háskóla í útlöndum […]

Mánudagur 17.06 2013 - 21:40

Erum við endilega öll komin af einhverjum víkingum?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur hvatt til þess að aukin rækt verði lögð við íslenska sögu. Það er mjög góð ábending hjá honum, og ég mun leggja mig fram um að fara að tilmælum forsætisráðherra í framtíðinni. Ég mun því fjalla á næstunni um fáein atriði af sögulegu tagi sem birtust í hinni merkilegu ræðu […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!