Lögfræðingarnir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon eru á móti stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs. Þeir vilja nefnilega að plagg sem þeir hafa sjálfir skrifað verði gert að stjórnarskrá. Vitanlega er allt í góðu lagi með það. Hver má sína skoðun á málinu sem hann eða hún kýs, og ég skil vel að lögfræðinga langi til að skrifa […]
Nú síðustu 10 dagana fyrir atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs hafa andstæðingarnir greinilega ákveðið að hamra það járn að frumvarpið hefði í för með sér skerðingu á hlut landsbyggðarinnar. Þingmönnum þeirra myndi fækka af því í frumvarpinu er kveðið á um að atkvæði alls staðar á landinu skuli vega jafnt. Og að ákvæði um aukið persónukjör […]
Allir þessir eru á móti stjórnarskrárfrumvarpinu okkar í stjórnlagaráði. Okkur hlýtur að hafa tekist nokkuð vel upp.
Veftímaritið Lemúrinn, sem þau Helgi Hrafn Guðmundsson og Vera Illugadóttir, halda úti er löngu orðið eitt skemmtilegasta blómið í hinum íslenska netgarði. Sjá hér. Þar ægir öllu saman, en flestallt stórskemmtilegt og áhugavert. Meðal þess sem þau Helgi Hrafn og Vera hafa verið að gera undanfarið er að þefa uppi merkilegar ljósmyndir frá Íslandi fyrri […]
Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og leiðarahöfundur spyr nokkurra spurninga um stjórnarskrármálið, sem ég leyfi mér að birta hér í heild. Því þetta eru allt spurningar sem ég hef sjálfur glímt við: „Þeir sem eru spurðir, fá tækifæri til að hugsa, móta afstöðu, taka ákvarðanir, taka ábyrgð, gera mistök, læra af mistökunum og þroskast. Þeir sem […]
Á stundum hefur mér þótt ómögulegt annað en bera dálitla virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann varð formaður á erfiðustu tímum í sögu flokksins og hefur mátt glíma við ýmsar þær uppákomur innan flokksins og í samfélaginu að sumir hefðu líklega bara gefist upp – eða farið á taugum. En hann hefur seiglast í […]
Ég var að horfa á myndina Djúpið eftir Baltasar. Mikið er þetta fín mynd. Þó hún lýsi afar dramatískum og sorglegum atburðum er hún lágróma og einlæg. Mér virðist sem allir sem störfuðu við myndina hafi unnið sín verk með miklum sóma. Persónurnar eru alvöru fólk. Ólafur Darri er eins og skapaður í hlutverkið, en […]
Á Facebook var ég að rekast á þessa auglýsingu sem hér fylgir að neðan. Prakkari nokkur þurfti endilega að vera að grafa þetta upp. Mér hefur á sínum tíma tekist að loka augunum fyrir þessari auglýsingu. En horfið endilega á þetta ef þið viljið upplifa aftur móralinn nokkru fyrir hrun. Og einkum rifja upp af […]
Þessir ógurlega fínu nýju símar allir, skyldi líka fylgja þeim eitthvað að segja?
Í fyrragær skrifaði ég þetta hér á bloggsíðuna mína. Þetta er hvatning til fólks að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir mánuð, þar sem fólk fær tækifæri til að segja skoðun sína á stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs. Nema hvað, þá komu fram að minnsta kosti tvær athugasemdir þar sem harðir ESB-andstæðingar lýstu því yfir að þeir vildu ekki sjá […]