… hefur nú minni áhrif í íslenskum utanríkismálum og stórpólitík en manneskja sem heldur að hungursneyð ríki í Evrópu og Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Það er fallega komið fyrir ykkur, góðu vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum.
Ég er svo gamall að ég man þá tíð þegar formenn Sjálfstæðisflokksins áttu að vera ábyggilegir menn sem hægt var að treysta. Ég man eftir því þegar Bjarni Benediktsson eldri dó árið 1970. Ég fann að það var heilmikið áfall fyrir fólk. Og ég heyrði í kringum mig að þótt Bjarni hefði verið umdeildur um […]
Blóðbaðið í Úkraínu er skelfilegt, eiginlega þyngra en tárum tekur. Ég hef þegar gagnrýnt „skýringar“ utanríkisráðherra Íslands á því sem þarna er að gerast. Aðrir hafa aftur á móti leitað þeirra í aldagömlum þjóðernis- og tungumálalínum. Ég leyfi mér að vara eindregið við þeim skýringum líka. Vissulega er ákveðin togstreita milli svæða í Úkraínu. En […]
Íslendingar snobba voðalega fyrir gáfum. Ég sjálfsagt líka. Ein afleiðing þess er sú að „heimskur“ er einhver voðalegasti dónaskapur sem hægt er að láta út úr sér um annan mann á Íslandi. Mér finnst það eiginlega sjálfum. Ég hef gegnum tíðina óhikað gagnrýnt allskonar ráðamenn fyrir allt mögulegt. Svo ég nefni dæmi frá allra síðustu […]
Ég verð að votta Gísla Marteini Baldurssyni ósvikna aðdáun fyrir frammistöðu sína í viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ekki aðeins fyrir það hvernig hann reyndi að halda manninum við efnið. Og náði reyndar að fá frá ráðherranum ýmsar ansi merkilegar fullyrðingar – ég vona að einhver skrifi viðtalið upp svo hægt verði að rannsaka það […]
Mig setti eiginlega hljóðan þegar ég las frásögn Eyjunnar af ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Viðskiptaþingi. Sjá hérna. Í fyrsta lagi hinn dæmalausi hroki. Allir sem ekki eru sammála honum eru annaðhvort vitlausir eða hafa eitthvað illt í hyggju, nema hvorttveggja sé. Í öðru lagi – hvernig vogar Sigmundur Davíð sér að gefa það í […]
Þegar Bjarni Benediktsson stóð í pontu á Alþingi á síðasta kjörtímabili og galaði til Jóhönnu Sigurðardóttur að „skila lyklunum“, þá trúði ég því og treysti að um klaufaskap hefði verið að ræða. Bjarni hefur stundum verið svolítið seinheppinn í orðavali, og ekki kannski síst þegar honum finnst mikið liggja við að vera töff eða sniðugur. […]
Eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert undanfarið er að halda námsskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um ýmisleg söguleg efni. Þau eru fyrir almenning, enda er ég sjálfur bara almenningur í þessum fræðum, og markmiðið er fyrst og fremst að kynna fyrir fólki svolítið af þeirri dramatík og furðum öllum sem sagan býður upp. […]
Nú eru Rússar byrjaðir að hóta þeim gestum sínum í Sotjí sem kynnu að vilja lýsa andúð sinni á ofsóknum þeirra gegn samkynhneigðum og transfólki. Sjá hér. Þegar Rússar byrja að hóta fólki, þá kennir sagan okkur að það sé því miður full ástæða til þess að taka mark á þeim hótunum. Nógu slæmt var […]
Það er full ástæða til að vekja sérstaka athygli á fínu viðtali Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen sem flutt var á RÚV í gærkvöldi. Hérna er viðtalið, og ég mæli með að fólk horfi endilega á það í heild, en hérna er svo samantekt Eyjunnar á því helsta sem Guðrún hafði að segja. Í viðtalinu […]