Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 15.06 2013 - 09:49

Á að reka Ísland eins og meðalstórt bandarískt fyrirtæki?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa ákveðið að Vigdís Hauksdóttir sé einmitt rétti maðurinn til að veita forstöðu fjárlaganefnd Alþingis, valdamestu þingnefndinni og þeirri sem í raun ákveður hvernig við viljum hafa samfélag okkar. Og Vigdís er byrjuð að gefa yfirlýsingar: „Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur sem […]

Föstudagur 14.06 2013 - 17:33

Lélegur brandari?

Til skamms tíma hefði ég talið það lélegan brandara að það yrði einn af allra fyrsta verkum nýrrar ríkisstjórnar að skipa Jónas Fr. Jónsson fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins í ábyrgðarstarf á vegum ríkisins. En nú hefur það gerst, sjá hér. Jónas er orðinn stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Sko. Ég efast ekki um að Jónas sé hinn […]

Fimmtudagur 13.06 2013 - 10:38

Býr fullveldið á Ártorgi 1? – Opið bréf til utanríkisráðherra

Komdu margblessaður Gunnar Bragi Sveinsson. Ég var að lesa skörulegar yfirlýsingar frá þér um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði „illa haldið áfram, eiginlega bara alls ekki“, meðan þú gegnir embætti utanríkisráðherra. Sjá hér. Og þetta þykir mér slæmt að heyra. Aðild að Evrópusambandinu er einn þeirra kosta sem við stöndum frammi fyrir til að bæta […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 08:22

Skilaboð til starfsmanna RÚV

Ég hef lengi trúað því að nafni minn Gunnarsson væri með víðsýnustu og öfgalausustu mönnum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þeim mun dapurlegra þykir mér að þetta hér skuli vera hans fyrsta mál sem menntamálaráðherra. Það er nýbúið að breyta lögum og færa stjórn RÚV undan alþingismönnum, og maður hefði haldið að rétt væri að gefa hinni […]

Laugardagur 08.06 2013 - 11:40

Getum við sparað okkur 110 milljarða? Æ, rifjum frekar upp góða daga í Icesave-slagnum

Allt þjóðfélagið var nálega á öðrum endanum út af Icesave-málinu á sínum tíma. Í næstum þrjú ár. Bræður börðust, systur töluðust ekki við, menn töluðu sig hása, örguðu og þvörguðu, pólitísk örlög réðust og framtíð þjóðarinnar valt á þessu eina máli. Ekki varð að minnsta kosti betur séð. Og það er talað um að þeir […]

Laugardagur 25.05 2013 - 18:16

Af hverju brást fólk svona við orðum Sigmundar Davíðs?

Ég kaus ekki Sigmund Davíð í kosningunum um daginn. Eigi að síður segi ég það í fyllstu einlægni að ég vona að hann muni standa sig vel í embætti forsætisráðherra og vinna öllum landsmönnum og landinu sjálfu til heilla. Því er það síður en svo af nokkurri Þórðargleði sem ég verð að höggva í sama […]

Fimmtudagur 23.05 2013 - 09:25

Nýrri stjórn óskað velfarnaðar

Ný ríkisstjórn tekur við í dag. Það er full ástæða til að óska henni velfarnaðar. Einkum og sér í lagi óska ég þess og ætlast raunar til að það góða fólk sem tekur nú við ráðherraembætti líti á sig sem þjóna allra landsmanna, en ekki sem smákónga fyrir hagsmunahópa. Þótt ekki hafi allt lukkast hjá […]

Þriðjudagur 21.05 2013 - 21:54

Umhverfisráðuneytið í reynd lagt niður: Eruði að grínast?!

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun. Það verða næg tækifæri til að skrifa um hana þegar stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan liggur fyrir, en vitaskuld vona ég að stjórninni muni takast vel upp. En eitt vekur beinlínis skelfingu af því sem þegar hefur frést. Framsóknarflokkurinn ætlar að slá saman landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfisráðuneytunum. Við vitum hvernig það […]

Þriðjudagur 14.05 2013 - 13:37

Kæru Sigmundur Davíð og Bjarni.

Endilega myndiði stjórn og gangi ykkur sem best við það. En ekki koma með sönginn um að „nú hafi komið í ljós að staðan sé miklu verri en talið var“ og þess vegna verði ekki hægt að efna kosningaloforðin ykkar. Það hefur ekkert komið í ljós núna hver staðan er. Við vissum það og þið […]

Mánudagur 13.05 2013 - 20:14

Merkileg sýning „um“ Geirfinnsmálið

Ég fór í gærkvöldi að sjá sýninguna Hvörf sem leikhópurinn Lab Loki sýnir í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Sýningin er merkileg meðal annars fyrir það að fyrsta hluta hennar horfa áhorfendur á í salnum Kassanum bak við Þjóðleikhúsið sjálft, en síðan færist sýningin yfir í hið gamla dómhús Hæstaréttar þar við hliðina. Það á sér þá […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!