Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 18.11 2012 - 19:11

Villimannaríkið Ísrael

Ísraelar halda áfram loftárásum á Gaza og hirða ekkert um þótt börn verði fyrir sprengjum þeirra. Það er ekki afsökun fyrir þessu villimannlega framferði þótt hryðjuverkamenn Palestínumanna haldi áfram að skjóta eldflaugum yfir ísraelskt land. Þeir eru hryðjuverkamenn – en ísraelskir ráðamenn eiga að heita forráðamenn í siðmenningarríki. En það er ekki lengur hægt að […]

Föstudagur 16.11 2012 - 20:51

Þegar rennur upp fyrir heiminum ljós – verður það of seint?

Indíánar í Norður-Ameríku unnu ýmis grimmdarverk gegn hvítum landnemum á 19. öld, um það er engum blöðum að fletta. Enda var óspart hamrað á því í fjölmiðlum þess tíma, til að réttlæta hernað gegn Indíánum. Á nákvæmlega sama hátt hafa Palestínumenn vissulega gerst sekir um ýmis ódæði gegn Ísraelsmönnum, það er alveg ljóst. En rétt […]

Miðvikudagur 07.11 2012 - 21:13

Léttir

Allt er í heiminum hverfult og svoleiðis. En samt er það eitthvað svo dæmalaust léttbærari tilhugsun að Obama skuli áfram vera forseti vestanhafs, heldur ef Mitt Romney hefði unnið og Karl Rove og hyskið í kringum teboðshreyfinguna og Skollafréttir gæti nú farið enn meira að breiða úr sér í Ameríku og þar með í veröldinni […]

Þriðjudagur 06.11 2012 - 19:53

Gamla góða Villa líður illa

Heimilisfólkið á Eir hefur unnið langa ævi og á skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld, eins og það hét einu sinni. En nú er hörmulega komið fyrir þessu góða fólki, og útlit fyrir að það glati stórfé, jafnvel stórum hluta af ævistarfi sínu. Yfir því ævistarfi átti að vaka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Gamli góði Villi,“ eins […]

Mánudagur 05.11 2012 - 19:36

Einhver gæti farið að koma í heimsókn

Hérna er skemmtileg reiknivél fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hversu sennilegt er að líf sé á öðrum hnöttum. Og ekki bara einhvers konar líf, heldur „viti borið líf“ þar sem þróast menning sem getur sent frá sér merki um alla Vetrarbrautina. Ef maður velur alltaf lægstu töluna í sérhverri breytu er útkoman […]

Mánudagur 05.11 2012 - 11:30

2. febrúar 1994: Séra George fær fálkaorðuna fyrir gifturíkt starf við Landakotsskóla

„[Séra Ágúst George hlaut] fálkaorðu fyrir farsælt starf að skólamálum. [Þann 2. febrúar síðastliðinn hlaut hann] riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir drjúg og gifturík störf í þágu Landakotsskóla um áratuga skeið. Við athöfnina, sem fram fór á Bessastöðum, afhenti frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands orðuna, en viðstaddir voru auk séra Georges, Alfred Jolson biskup, séra […]

Sunnudagur 04.11 2012 - 12:34

Nú er ég svoleiðis alveg hissa

Ekki ætla ég að þykjast vera mikill sérfræðingur um bandarísk stjórnmál. En eitt vekur óneitanlega athygli mína. Í efnahagsmálum tók Barack Obama forseti við mjög erfiðu búi frá fyrirrennara sínum, um það eru allir sammála. Hann þykir ekki hafa sýnt neina snilldartakta í efnahagsmálum, skilst mér, en ekki hefur þó verið bent á nein stórkostleg […]

Laugardagur 03.11 2012 - 17:25

Meistaraverk

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari á Fréttablaðinu er kannski ekki þekktasti ljósmyndari landsins, nema helst meðal þeirra sem eru svolítið kunnugir á fjölmiðlum. Hann hefur ekki haldið sérstakar sýningar, svo ég muni til, eða gefið út bækur. Meiriparturinn af myndunum hans eru bara ósköp venjulegar fréttamyndir, sem gefa ekki tilefni til mikilla tilþrifa, og á vinnustað […]

Laugardagur 03.11 2012 - 10:34

Á eitt „úbs, sorrí“ að duga?

Ég hef ekki haft geð í mér til að kynna mér nákvæmlega skýrslu rannsóknarnefndar um hátterni barnaníðinganna í Landakotsskóla. Það sem birst hefur í fjölmiðlum er alveg nógu ógeðslegt. Sjá hér. Vert er að vekja athygli á að þótt tveir einstaklingar séu nefndir til sögu með nafni sem níðingar, þau séra Georg og Margrét Möller, […]

Fimmtudagur 01.11 2012 - 10:43

Siferðileg skylda

Björgunarsveitirnar safna fé nú um helgina með því að selja hinn góðkunna neyðarkall. Hvert einasta okkar gæti fyrr en nokkurn varir þurft á björgunarsveitunum að halda. Ef ekki við sjálf, þá ættingjar okkar, vinir, landsmenn, annað fólk yfirleitt. Það er því nánast siðferðileg skylda okkar að kaupa neyðarkall.

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!