Það er ekki skrýtið að Jakob Frímann Magnússon skuli telja sér akk í því ef Davíð Stefánsson reynist vera afi hans. Því Davíð var skáld gott. Hér yrkir hann um íslensku bankamennina og ýmsa aðra kaupsýslumenn, mörgum áratugum áður en þeir lögðu landið í rúst: Kling, kling. Kistan tóm. Gleðja sig við gullsins hljóm. Safna […]
Mér skilst að nú séu menn að rífast yfir því að borgarstjórn Reykjavíkur láti ekki slá grasið á umferðareyjum nógu oft, og njóli sé sums staðar farinn að festa rætur. Það er nú meira hneykslið, maður! Það vill svo til að ég er farinn að hjóla svolítið um Reykjavíkurborg upp á síðkastið. Og það skal […]
Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram tillögur á þingi í hausti til að skýra hlutverk forsetans í stjórnarskránni. Það er gott og blessað. Reyndar eru slíkar tillögur þegar til – þær er að finna í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs. Ég – sem stjórnlagaráðsmaður – hlakka til að fá liðsinni sjálfstæðismanna við að afgreiða þær tillögur.
Vissulega er það margt sem ég skil ekki. En eitt af því er þetta: Það virðist hafa ráðið afstöðu ýmissa í forsetakosningunum að Ólafur Ragnar Grímsson væri líklegur til að halda vel á spöðunum þegar þyrfti að „verja málstað Íslands“ ef við töpum dómsmálinu út af Icesave. Rétt eins og hann fór mikinn í erlendum […]
Já, sannarlega óvenjulega langur dagur. Ekki þó út af forsetakosningunum, þótt væntanlega muni frambjóðendum þykja tíminn lengi að líða áður en úrslit verða kunn. Nei, laugardagurinn 30. júní 2012 verður lengri en aðrir dagar einfaldlega vegna þess að á miðnætti verður bætt einni sekúndu við klukkuna. Það er til að vega upp á móti þeirri […]
Landsframleiðsla eykst á Íslandi. Meira en annars staðar. Sjá hér. Og Hagstofan hefur ekki mælt lægra atvinnuleysi síðan í maí fyrir hrun. Sjá hér. Hvorttveggja eru mjög jákvæð merki um að það hefur tekist að koma í veg fyrir að þær spár rættust sem fóru milli manna haustið 2008 og kváðu á um miklar þrengingar […]
Sjálfsréttlæting fjöldamorðingjans í Noregi var samhengislítið raus, eins og búast mátti við. Um norska keppendur í Eurovision og ég veit ekki hvað. Það eina merkilega fannst mér að hann fór að tala um konur, að þær ættu ekki að sofa óhikað hjá karlmönnum, heldur ættu þær að hugsa um að sinna móðurhlutverkinu. Þar lá að. […]
Auðvitað er ömurlegt að horfa upp á að narsissískum fjöldamorðingja skuli gert svo hátt undir höfði, eins og Norðmenn hafa neyðst til gera gagnvart Anders Breivik. En markmið Norðmanna er í raun göfugt og sérlega virðingarvert. Að sýna fram á að Noregur er réttarríki, þar sem allir njóta mannréttinda – líka þeir sem fótumtroða mannréttindi […]
Mjög fín grein er í DV í dag um þinglokin um daginn. Þar kemur ýmislegt dapurlegt fram um hvernig staðið er að málum á Alþingi. En allra alvarlegast er að á lokasprettinum, þegar reynt var að finna samkomulag, til að ljúka þingstörfum, þá var fundað um samkomulagið í stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna. Áhrif LÍÚ er […]
Ég hef sagt það áður en segi það þá bara aftur: Þótt ég hafi aldrei verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Davíðs Oddssonar þá var maðurinn þó helstur valdamaður á Íslandi lengst af mínum manndómsárum, og vissulega maður fyrir sinn hatt. Því finnst mér í allri einlægni leiðinlegt að sjá hann á ofanverðri sinni starfsævi kominn […]