Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 09.04 2011 - 10:09

Kjósum þá leið sem öruggust er

Jæja, þá er komið að því. Ég vona að sem allra flestir mæti á kjörstað, og kjósi þá leið sem þeir telja vera öruggasta fyrir þjóðina. Ég held við verðum að setja öryggið í efsta sætið. Póker er fínt spil. En bara með eldspýtum.

Föstudagur 08.04 2011 - 17:55

Í gildrunni?

Furðulega margir virðast enn trúa því að ef við segjum „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, þá munum við ekki þurfa að axla neinar byrðar vegna Icesave-reikninganna. Jahérna. Það er náttúrlega út í hött, fyrirgefið þó ég segi það. Í fyrsta lagi gæti vel farið svo að við yrðum dæmd til að borga miklu meira en […]

Föstudagur 08.04 2011 - 07:51

Hættum að vera tilraunadýr

Mér skilst að margir eigi svo erfitt með að gera upp hug sinn í Icesave-málinu að þeir skipti um skoðun nánast daglega. Ég geri það reyndar ekki. Ég ætla enn að segja „já“. Ekkert af því sem ég hef heyrt nú síðustu dægur breytir aðalatriði málsins í mínum augum: Að áhættan af því að segja […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 00:04

Ég segi „já“ við samningaleiðinni

Ég ætla að segja „já“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um samninginn um Icesave. Þetta ætla ég að gera að MJÖG vel athugðu máli, enda höfum við Íslendingar svo sem ekki komist hjá því að hugsa um lítið annað en Icesave síðustu tvö og hálft ár. Ég kann allar röksemdirnar fyrir því að segja „nei“ og ber virðingu […]

Miðvikudagur 06.04 2011 - 11:27

Að bretta upp ermar

Stjórnlagaráð hefur starf sitt í dag. Við sem sitjum í ráðinu munum þá fá í hendur skýrslu stjórnlaganefndar, sem hefur unnið við það undanfarið hálft ár að taka saman allskonar valkosti varðandi stjórnarskrá. Meðal annars og ekki síst byggt á niðurstöðu þjóðfundarins síðastliðið haust. Svo brettum við upp ermar og reynum að komast að niðurstöðu […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 07:37

Bravó!

Fyrir örfáum dögum reis hneykslunar- og reiðialda í samfélaginu. Vísa átti ungri stúlku frá Nepal úr landi. Þótt hún vildi alls ekki fara og gæti átt margvíslega nauðung yfir höfði sér í heimalandinu. Mitt framlag var að skrifa pistil hér á Eyjuna, þar sem ég hvatti Ögmund Jónasson innanríkisráðherra eindregið til að beita sér fyrir því […]

Mánudagur 04.04 2011 - 10:22

Verðum að trappa okkur niður

Ég er alveg dolfallinn yfir útvarpsauglýsingu Egils Ólafssonar um börnin sem strita munu í hinum bresku námum ef við samþykkjum Icesave-samningana. Auðvitað segir hann það ekki berum orðum – en gefur í skyn að örlög barnanna okkar í framtíðinni verði áþekk hörmulegu hlutskipti þeirra barna sem seld voru úr landi á 15. öld, ef við […]

Föstudagur 01.04 2011 - 11:52

Ögmundur!

Ég hef alltaf verið dyggur stuðningsmaður Ögmundar Jónassonar alþingismanns. Ég er reyndar ekki nærri alltaf sammála öllum hans skoðunum, og mér finnst hreint ekki að hann eigi alltaf að fá sitt fram á öllum sviðum. En ég hef ævinlega borið mikla virðingu fyrir honum sem hugsjónamanni, og mér hefur þótt sem sjónarmið hans eigi alltaf […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!