Í fjölskylduboði í gær var verið að ræða hvort miðbærinn í Reykjavík væri orðinn svokölluð túristagildra. Þar sem er allt gert til að laða að túrista en þó aðeins gegn háu gjaldi. Þar til svo er komið að innfæddum er smátt og smátt ýtt burt til að rýma fyrir nýjum hótelum, túristabúðum, túristaveitingastöðum, etc. Og […]
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar sýndi eitt, svo ekki varð um villst. Að það er möguleiki að ná svo góðum samningi við Evrópusamningi að það gæti bætt okkar hag stórlega. Möguleiki, svo ég kveði nú ekkert sterkar að orði. Það er möguleiki en ekki öruggt. En þeim möguleika ætlar ríkisstjórn Sigmundar, Davíðs og Bjarna að svipta okkur í […]
Viltu hlífa okkur við meiru af þessu? Viltu láta þetta fólk fara bara heim til sín? Plís!! (Ef einhver þarf skýringu á þessari grátbólgnu bæn, þá er hún hér.)
Ég þarf ekkert mikið að segja núna. Nema eitt. Mér finnst að sú ríkisstjórn sem ætlaði (og ætlar reyndar enn) að svipta þjóð sína tækifærinu til að láta reyna í alvöru á það sem kemur fram hér á eftir, hún eigi að segja af sér nú þegar. Hún vinnur ekki með hagsmuni almennings í huga […]
Bjarni Benediktsson var að messa í Valhöll í gær. Sjá hérna. Þar mun hann hafa sagt: „Við höfum ávallt haldið þeirri stefnu skýrt fram, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.“ Þetta er náttúrlega í fyrsta lagi lygi. Eins og Benedikt Jóhannesson rifjaði upp á Austurvelli í gær og iðulega hefur svo sem verið […]
Undrandi varð ég yfir tíufréttum sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar snerist fyrsta frétt um þau orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ekki væri hægt að láta undan þeirra „ófyrirleitni“ að láta „mestu hvalveiðiþjóð heims“ segja sér að hætta að veiða hval. Og er þá átt við Bandaríkjamenn. Undrandi varð ég vegna þess að Bandaríkjamenn eru ekki „mesta […]
Þann 3. september 1939 var ljóst að heimsstyrjöld væri að hefjast þegar Þjóðverjar svöruðu ekki úrslitakostum Breta og Frakka um að draga her sinn heim frá Póllandi. Hermann Jónasson var þá forsætisráðherra. Og hann kom í útvarpið og sagði: „Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í þessu felast þó mikil tækifæri sem Ísland […]
Ég er að hugsa um að bjóða eftirfarandi spurningu fram í næstu Gettu betur keppni: Finnið þrjár villur í textanum hér á eftir. „Framsóknarflokkurinn stóð við kosningaloforð sína um almenna skuldalækkun á kostnað erlendra hrægammasjóða.“ Fyrsta villa: Í raun er ekki um að ræða skuldalækkun, heldur skuldatilfærslu. Önnur villa: Aðgerðin er ekki almenn, heldur þvert […]
Kristjón Kristjónsson afi minn er sá maður sem ég hef dáð meira en aðra í lífinu. Hann var traustur maður, hlýr og alltaf velviljaður, einstaklega örlátur og hjálpsamur, hann var góður maður. Engum hefði ég meira viljað líkjast en honum. Ein af helstu táknmyndum mínum af afa, fyrir utan pípuna og hattinn, var alltaf skrifborðið […]
Langar ykkur að sjá stjórnmálamann ljúga sig í embætti forsætisráðherra í vestrænu lýðræðisríki? Þá skuluð þið horfa á þetta viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins rétt fyrir kosningarnar í fyrra. Í þessu viðtali kemur mjög skýrt fram að kosningaloforð Framsóknarflokksins um skuldalækkanir snerust AÐEINS OG EINGÖNGU um að erlendir vogunarsjóðir – hinir víðfrægu hrægammasjóðir […]