Var ég ekki að fara fögrum orðum um það um daginn hvað Birgir Ármannsson væri líklega heiðarlegur maður í eðli sínu, þótt hann hefði leiðst út á einhverjar villigötur í ESB-málinu í óbilandi hollustu sinni við hinn mikla leiðtoga Sigmund Davíð Gunnlaugsson? Mér er skapi næst að draga allan þann fagurgala til baka. Á sameiginlegum […]
Ósköp er sorglegt hvernig valdníðsla og flumbugangur forkólfa ríkisstjórnarinnar hefur nú leitt jafnvel góða drengi útí forarvilpur orðhengilsháttar og svika við eigin sannfæringu, svo sem eins og þá að stjórnmálamönnum beri að standa við orð sín. Í Vikulokunum á Rás eitt heyrði ég af nýrri „hugmynd“ Birgis Ármannssonar til að leysa vandræðin sem óstjórn Sigmundar […]
Hin nýja staða í Austur-Evrópu er algjörlega óskiljanleg. Af hverju Pútin Rússlandsforseti hefur talið sér akk í að safna í nýtt kalt stríð er í raun stórfurðulegt. En tvær ályktanir má þó draga fyrir oss: Í fyrsta lagi að Rússland undir núverandi stjórn er vægast sagt viðsjárverður félagi. Vonandi er hérmeð fyrir bí Rússlandsdekur forseta […]
Vladimír Pútin Rússlandsforseti er nú að leggja undir með hótunum og hervaldi hluta af sjálfstæðu nágrannaríki. Það er kjarni þess sem er að gerast á Krímskaga. Það skiptir engu hversu stór hluti íbúa á Krímskaga kann að vera af rússnesku bergi brotinn eða vilja sameiningu við Rússland – slíkt má aldrei gerast með ógnunum og […]
Bjarni Benediktsson er furðulegur stjórnmálamaður. Honum voru fengin tvö verkefni. Í fyrsta lagi að stýra Sjálfstæðisflokknum gegnum ólgusjói hrunsins, sem flokkurinn ber verulega ábyrgð á og kallar því umfram allt á siðferðilegt endurmat. Og í öðru lagi að huga að endurreisn bæði flokks og samfélags, sem kallar á nýja hugsun og ný vinnubrögð. Eða ætti […]
Höskuldur Skarphéðinsson skipherra verður til moldar borinn í dag en hann lést fyrir rúmri viku, rétt rúmlega áttræður. Höskuldur og móðir mín bjuggu saman um nokkurra ára skeið og áttu saman Kolbrá systur mína. Mér reyndist Höskuldur ævinlega vel, hann var vingjarnlegur og vildi vel, gat verið manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, […]
Pistill Sigríðar Jóhannesdóttur af Facebook í gærkvöldi var eins og kjaftshögg. Svohljóðandi: „Ég er alveg niðurbrotin út af því að rússnesk stúlka sem hafði stöðu flóttamanns hér og ég hafði svolítið vingast við var fyrirvaralaust rekin úr landi fyrr í vikunni. Hún var hér með 2 börn, 13 ára og 2 ára, og sá eldri […]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson laug sig inn í embætti forsætisráðherra í fyrra með því að halda því fram að hann kynni leið til að lækka húsnæðisskuldir fólks með því að neyða erlenda hrægammasjóði til að borga brúsann. Í krafti þessara loforða skolaði honum inn í stjórnarráðið. Fólk kaus hann hins vegar ekki af því hann ætlaði […]
Davíð Oddsson var einu sinni röskur stjórnmálamaður. Því miður nýtti hann ekki röskleika sinn til góðra verka þegar á leið. Hann hleypti hér af stað græðgisvæðingu og einkavinavæðingu í bland við sum verstu elementin úr frjálshyggjunni, en þó ætíð undir formerkjum þess einokunarkapítalisma sem hér hefur svo lengi vel þrifist. Að lokum hrökklaðist hann úr […]
Gunnar Bragi Sveinsson er ótrúlegur utanríkisráðherra. Í dag segir Ríkisútvarpið frá nýjustu afrekum hans í flaðrinu upp úr Kínverja. Sjá hérna. Utanríkisráðherra, forsætisráðherra og forseti Íslands eru allir við þetta sama heygarðshorn – til að sporna gegn samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu, þá skal leitað hófanna hjá harðstjórum og mannréttindabrjótum. Það er merkilegt að […]