Fyrst eftir árásirnar í París virtust allir sammála um að um hefði verið að ræða árás á tjáningarfrelsið. Þarna hefði verið um að ræða forstokkaða öfgamenn sem þyldu ekki gagnrýni og háð um sín lífsviðhorf. Síðan hafa risið upp aðrar raddir, þær segja meðal annars: „Hvaða vitleysa er þetta, að árásin í Frakklandi hafi snúist […]
Hrunveturinn mikla 2008-2009 horfðum við Íslendingar fram á eintómt svartnætti. Ljóst var að skuldir þjóðarbúsins yrðu gífurlegar næstu árin og jafnvel áratugina og risastórri stoð hafði verið kippt utan atvinnulífinu – bankastarfseminni – án þess að séð yrði að neitt kæmi í staðinn. Þá reyndu menn talsvert að binda trúss sitt við væntanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. […]
Í byrjun árs 2013 eða fyrir réttum tveimur árum tilkynni Agnes Sigurðardóttir biskup með heilmikilli viðhöfn að þjóðkirkjan ætlaði nú að starta söfnun fyrir tækjum og starfsemi Landspítalans. Sjá frétt um þessa ágætu söfnun hér. Það er sama hvernig ég klóra mér í kollinum, ég get ekki munað hvort eitthvað varð af þessari söfnun. Var […]
Ég sá einhvers staðar í annars frekar skynsamlegri áramótagrein að Framsóknarflokkurinn hefði „efnt“ kosningaloforð sín um „skuldaleiðréttingu“. Er sú þjóðsaga virkilega að festast í sessi? Framsóknarflokkurinn efndi EKKI kosningaloforð sín um skuldaleiðréttingu. Hann lofaði að minnsta kosti 300 milljörðum frá erlendum hrægammasjóðum. Það var ekki efnt. Í staðinn komu 80 milljarðar (í mesta falli) úr […]
Ég ákvað að birta einhverja jákvæða og upplífgandi tilvitnun í gömul rit á Facebook-síðunni minni. Fór á Tímarit.is og leitaði að orðunum „góða líf“. Fannst að það hlyti að vera hægt að finna mörg dæmi um að Íslendingar áður fyrr hefðu ekki aðeins einblínt á erfiðleikana og eymdina sem fylgdu lífsbaráttunni, og í sveitasamfélagi fortíðar […]
Uppistandið í Bandaríkjunum út af kvikmyndinni The Interview er ótrúlegt. Þetta virðist vera ósköp hefðbundin amerísk grínmynd, þótt hún fjalli reyndar um ögn óvenjulegt efni. Tveir fréttamenn fá óvænt tækifæri til að fara til Norður-Kóreu og taka viðtal við Kim Jong-un einræðisherra, nýjasta laukinn í því furðulega ættarveldi sem þrífst í landinu. Fréttamönnunum er svo falið af […]
Í mars 1907 gerði brjálað veður á hafinu kringum Ísland. Einn kúttter fórst með manni og mús, nokkrir voru hætt komnir og misstu menn î sjóinn, í Eyjafirði hvarf selveiðibátur og er ekki allt upptalið. Farþegaskipið Kong Trygve í eigu Þórs Túliníusar kaupmanns var þá lengi að hrekjast í ægilegu veðri fyrir Norðurlandi og í […]
Ég veit ekki af hverju allir eru svona hissa á því að Bjarni Benediktsson skyldi fá Ólöfu Nordal til að verða ráðherra. Málið er frekar einfalt. Auðvitað varð að fá konu í embættið, en innan þingflokksins kom raunverulega engin nema Ragnheiður Ríkharðsdóttir til mála. Langflottasti kandídatinn, og alveg borðliggjandi að hún yrði ráðherra. En hún má […]
Það fer sífellt meira í taugarnar á mér að sjá talað um „góðærið“ í merkingunni árin fyrir hrun. Þetta er svo sem skiljanlegt orð – við höfðum það öll svo voðalega gott, var það ekki? (Reyndar ekki. Stórar hópar, og einkum þeir verst settu í samfélaginu höfðu það ekkert betra þessi ár en venjulega.) Ég hef […]
Hvað er eiginlega málið með Jón Bjartmarz? Er hann farið að dreyma um hríðskotabyssur á nóttunni? Nú segir hann að almenna löggan íslenska þurfi hríðskotabyssur til að koma í veg fyrir fjöldamorð eins og í Columbine skólanum eða Útey í Noregi. Jæja já? Komu allar þær byssur og vélbyssur sem ameríska lögreglan býr yfir í […]