Þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave samkomulaginu staðfestingar útmálaði hann sjálfan sig sem mikinn postula lýðræðisvæðingar á Íslandi og gott ef ekki í öllum heiminum. Hann hafði líka alveg efni á að hreykja sér svolítið í því máli. Þjóðin var honum hjartanlega sammála. En eftir að honum hafði lukkast að bjarga sínum eigin orðstír með […]
Nýr stigalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur nú verið gefinn út, og ýmsar breytingar hafa orðið á toppnum, eins og við mátti búast eftir HM. Þýskaland er komið á toppinn, Argentína í annað sætið og Holland hefur stokkið upp um heil 12 sæti og komið sér fyrir í þriðja sætinu. Kólumbía er í fjórða sæti, þá Belgía og […]
Sigur Þjóðverja á HM í Brasilíu var mjög verðskuldaður. Á heildina litið voru þeir með besta liðið, og jafnvel það langbesta. Liðið gat eiginlega brugðið sér í allra kvikinda líki. Á stundum spiluðu Þjóðverjar eins og Spánverjar á góðum degi, héldu boltanum langtímum saman og biðu þolinmóðir eftir að einhvers staðar opnaðist glufa í vörn […]
Það væri ofmælt að ég hafi verið í yfirvofandi hættu. En ég viðurkenni (úff!) að sú hugsun hvarflaði að mér, einu sinni eða tvisvar: Að kjósa Framsóknarflokkinn. Þetta var fyrir kosningarnar í fyrravor. Flokkarnir buðu upp á hitt og þetta, eins og gengur, en Framsóknarflokkurinn skar sig úr. Undir forystu hins glaðbeitta formanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar […]
Þetta hefur óumdeilanlega verið skemmtilegasta heimsmeistaramótið í fótbolta í manna minnum. Líklega síðan 1986. Og alveg sérstaklega er þetta heimsmeistaramót hinna óvæntu úrslita. Er það ekki? Ja, það er nefnilega það. Einhvern tíma áður en mótið hófst, þá skoðaði ég dagskrána og uppröðun leikja allt frá riðlakeppninni og fram í undanúrslit og komst að þeirri […]
Ég hef því miður ekki tök á að sitja málþing sem haldið er í dag í Þjóðminjasafninu í tilefni af því að um þessar mundir eru sextíu ár frá fæðingu Matthíasar Viðars Sæmundssonar bókmenntafræðings og rithöfundar. Sjá hér. En þetta er mjög vel til fundið. Matthías Viðar var afar skarpskyggn maður og snjall, hann var víðsýnn […]
Fyrsta heimsmeistaramótið í fótbolta sem ég man eftir var mótið 1974 sem var haldið í Vestur-Þýskalandi. Þjóðverjar áttu gott lið, sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari, en engum blandaðist hugur um að hollenska liðið var í rauninni töluvert betra. Með Johan Cruyff í broddi fylkingar, einn allra mesta töffarann í hópi fótboltamanna. Fjórum árum […]
Á jafnréttisráðstefnu Nordisk Forum í Svíþjóð var verið að ræða stöðu kvenna og hatursofsóknir og ofbeldi sem þær sæta. Uppi á sviði stendur Siv Friðleifsdóttir og svarar fyrirspurnum úr sal. Þá gefur sig fram Eygló Harðardóttir jafnréttisráðherra Íslands. Hvað brennur á henni í jafnréttismálum? Hvað er það við þær ofsóknir og hatur sem konur mega þola […]
Uppistandið eftir dóminn í Aurum-málinu gerir mig eiginlega fyrst og fremst hryggan. Þetta er svona mál þar sem maður hugsar (og dæsir við): Getum við þá ekki gert neitt rétt? Yfirleitt hef ég passað mig á því að hafa ekki opinbera skoðun á málaferlum út af eftirköstum hrunsins. Ástæðan er einfaldlega sú að ég skil […]
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík gefa útlendingaandúð undir fótinn í kosningabaráttunni. Þetta vekur mikla hneykslun – meðal annars innan Framsóknarflokksins. Ráðherrarnir þegja hins vegar þunnu hljóði – nema reyndar Gunnar Bragi utanríkisráðherra sem þó hverfur fljótlega aftur. Eygló Harðardóttir, sem við bundum sum miklar vonir við, hún gufar upp. Rasistar landsins fagna hins vegar ógurlega og […]