Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 08.03 2013 - 12:12

Já, sko þrjár vikur duga ekki?!

Á fundi í gærkvöldi var Árni Páll Árnason spurður hvort ekki væri gráupplagt að halda þingi áfram eftir páska og nota tímann til að ræða stjórnarskrárfrumvarpið eins og hver vildi. Afgreiða það svo á síðasta degi þings, daginn fyrir kosningar til dæmis. Árni Páll sagði ææææææ, nei, þótt þinghald yrði lengt í þrjár vikur, það […]

Sunnudagur 03.03 2013 - 20:01

Verum meira eins og Sviss!

Í nýju stjórnarskránni, sem Alþingi afgreiðir vonandi innan skamms (þótt auðvitað eigi síðan eftir að setja aftan við hana endanlegan punkt á næsta þingi), þar eru ákvæði um rétt þjóðarinnar til að greiða atkvæði um umdeild lög – og líka ákvæði um að þjóðin sjálf (eða hlutar hennar) geti haft frumkvæði að nýrri lagasetningu. Þetta […]

Laugardagur 02.03 2013 - 13:39

Hókus pókus pólitík

Kannski er það í rauninni ágætt að helmingaskiptaflokkarnir skuli mælast með dágóðan meirihluta í skoðanakönnunum á þessum tímapunkti fyrir kosningar. Við þurfum þá ekkert að velkjast í vafa um hvaða ríkisstjórn þeir stefna að. Og hinir flokkarnir geta þá að sama skapi þjappað sér saman til samstarfs með jarðbundin stefnumál og ábyrga pólitík. Vonandi sem […]

Föstudagur 01.03 2013 - 14:36

Þúsund lemúrar: Castro fær sér pylsu í New York

Veftímaritið Lemúrinn hóf göngu sína 8. október 2011. Það var óumdeilanlega merkasti atburðurinn þann daginn. Að minnsta kosti er eini atburðurinn frá þessum degi sem hefur ratað inn á alfræðiritið Wikipedíu að þá hafi Brendan nokkur Dolan unnið eitthvert afrek í heimsmeistarakeppninni í pílukasti sem ég kann ekki að skýra. Fyrir Brendan Dolan var það […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 12:47

Það sem slagurinn stendur um

Já, ég var að horfa á Hamfarakenninguna eftir Naomi Klein í sjónvarpinu í gær. Lítið á hana hér – myndin fjallar í stuttu máli um hvernig auðvaldið og krókamakarar í samfélaginu nota sér krísur af öllu tagi til að kasta út græðgisneti sínu, sem kennt er við frjálshyggju. Sem og til að kveða niður alla […]

Þriðjudagur 19.02 2013 - 10:46

Kannski duga ekki sjötíu ár

Jæja. Nú eru hafnar viðræður stjórnmálaflokkanna um hvort og þá hverju skuli hleypt í gegnum þingið af nýju stjórnarskránni. Ojá. Það var svosem auðvitað að jafnvel nýja stjórnarskráin endaði í makki og hrossakaupum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Alltaf skal allt enda með „viðræðum stjórnmálaflokkanna“. En flokkarnir eru sem kunnugt upphaf og endir allrar hugsunar í þessu […]

Mánudagur 18.02 2013 - 11:01

Rætin kvenfyrirlitning

Fólk má auðvitað hafa hvaða skoðun sem það vill á verkum Katrínar Jakobsdóttur verðandi formanns VG. En kvenfyrirlitningin sem birtist í leiðara Morgunblaðsins um hana er svo yfirgengileg að mann setur eiginlega hljóðan.     Katrín hefur verið ráðherra í fjögur ár, þingmaður jafn lengi, varaformaður VG í tíu ár og var á sínum tíma […]

Sunnudagur 17.02 2013 - 14:05

Álagsprófið

Vissulega yrði ég fyrir djúpum vonbrigðum ef Alþingi færi nú á lokasprettinum fyrir kosningar að heykjast á því að afgreiða nýju stjórnarskrána, nema þá kannski í einhverju sundurlimuðu formi. Einkum og sér í lagi nú þegar álit Feneyjarnefndar liggur fyrir og nýja stjórnarskráin fær að flestu leyti alveg ágæta einkunn. Víkjum að athugasemdum Feneyjanefndarinnar á […]

Föstudagur 15.02 2013 - 14:24

Átakanleg saga

Átakanleg var sú saga sem Helgi Seljan sagði í Kastljósi fyrir fáeinum dögum um krapaflóðið á Patreksfirði 1983 og eftirköst þess. Þar dó sex ára gömul dóttir Guðbrands Haraldssonar. Guðbrandur og fjölskylda hans töldu og telja enn að framkvæmdir sveitarfélagsins hafi orðið til þess að flóðið varð sterkara og hættulegra en ella hefði orðið. Og […]

Laugardagur 09.02 2013 - 18:15

Ótímabært sáttatal?

Ræða Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar fyrir viku var að mörgu leyti góð. Hann er skeleggur maður. En var sú áhersla sem hann lagði á frið og sættir ef til vill ótímabær? Ég vil endilega sættir og frið í sem flestum málum – en jafnvel friðurinn verður ekki keyptur hvaða verði sem er. Og svo […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!